Aftur komin í forystu um lýðræðismál

Jóhanna SigurðardóttirPISTILL Það sjá allir ummerki hennar á vinnubrögðum og þeim málum sem sett hafa verið í forgang. Jóhanna hefur gripið þetta tækifæri til að koma í framkvæmd stjórnlagaþingi sem hún hefur í gegnum tíðina barist fyrir.

Jóhanna SigurðardóttirPISTILL Samfylkingin er ungur flokkur sem hafði gott fylgi meðal ungra kjósenda. Unga fólkið tók flokknum opnum örmum vegna þess að hann boðaði ný vinnubrögð. Fólkið í flokknum lagði áherslu á lýðræðismál. Það talaði fyrir íbúalýðræði og setti á fót framtíðarhópa til að smíða stefnu Samfylkingar. Þegar Samfylkingin komst svo í meirihlutasamstarf á Alþingi vorið 2007 þá hurfu lýðræðisáherslurnar og lýðræðisflokkurinn breyttist furðufljótt í valdaflokk. Áhrifamáttur Sjálfstæðisflokksins skal aldrei vanmetinn.

Lýðræðisumbætur Jóhönnu

Við getum nú öll verið þakklát Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að taka að sér forystu landstjórnarinnar. Það sjá allir ummerki hennar á vinnubrögðum og þeim málum sem sett hafa verið í forgang. Jóhanna hefur gripið þetta tækifæri til að koma í framkvæmd stjórnlagaþingi sem hún hefur í gegnum tíðina barist fyrir. Það fór ekki framhjá neinum lýðræðiselskanda, sem eru svo margir í Samfylkingunni, hver helstu tíðindin voru í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Rifjum upp lýðræðisumbótakaflann:

Breytingar verða gerðar á eftirtöldum atriðum í stjórnarskrá lýðveldisins:

a) Kveðið verður á um auðlindir í þjóðareign.
b) Sett verður ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.
c) Aðferð við breytingar á stjórnarskrá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lög verða sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings.

Kosningalögum verður breytt með þeim hætti að opnaðir verða möguleikar á persónukjöri í kosningum til Alþingis.

Þetta eru ekki orðin tóm. Búið er að vinna að hörku í þessum málum og ritaði Jóhanna í Morgunblaðið, þann 6. mars, grein þar sem hún fór yfir þessar lýðræðisumbætur. Þarna sýnir Jóhanna hversu mikilvæg þessi mál eru í hennar augum. Það má því án vafa þakka henni fyrir þessar áherslur í ríkisstjórninni og því hefur Samfylkingin nú endurheimt forystu í lýðræðismálum.

Samfylkingin er lýðræðisflokkur Íslands

Þessi staðreynd má ekki týnast því Samfylkingin verður að fá til baka unga fylgið sem varð afhuga þeim vinnubrögðum sem flokkurinn sýndi í síðustu ríkisstjórn. Það eru áherslur Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu sem komu lýðræðisumbótum á dagskrá. Drifkrafturinn í þeirri vinnu kom án vafa ekki frá Vinstri grænum. Þvert á það sem ungir kjósendur eflaust halda. Gleymum því ekki að Vinstri græn vildu blása til kosninga svo fljótt sem vera gat. Það hagnaðist þeim sjálfum fyrst og fremst en ekki nýju framboðunum sem hafa nú engan tíma til að skipuleggja sig. Steingrímur J. er að sjálfsögðu enginn nýgræðingur og lét þetta auðvitað líta þannig út að hann væri að svara kalli byltingarinnar. En það gerðist sem Pétur Tyrfingsson varðaði við í ræðu sinni á mótmælafundi á Austurvelli. Þar varaði hann við samtryggingakerfi stjórnmálamannanna. Steingrímur J. er vel að sér í því kerfi.

Einfalda þarf prófkjörin
Samfylkingunni má sérstaklega hrósa fyrir framtíðarhópana og svo nú framtíðarþingin. En auðvitað má gott bæta. Prófkjörin nú hafa minnt okkur á gömul vandamál. Prófkjör flokksins hafa verið æði flókin vegna mjög svo mismunandi reglna kjördæmanna. Betra væri að samræma reglur og þá sitja allir á landinu við sama borð. Flokkur með landið sem eitt kjördæmi á stefnuskrá mætti aðlaga flokkstarf sitt meira að slíku fyrirkomulagi. En að einum galla núverandi prófkjara. Það er vissulega góð hugsun að leyfa fólki að forgangsraða en fyrirkomulagið hefur verið misnotað af frambjóðendum sem stefna á viss sæti. Það flækir kosninguna því það er hætta á því að atkvæði falli niður dauð. Betra væri ef einungis oddviti listans væri kosinn, með 1, sér en svo aðrir með X-i. Það sem skiptir mestu máli er oddvitinn og svo að á listanum sé gott fólk. Ekki á að gera mikið úr sætunum á eftir oddvitanum. Enn betri kostur væri að þing á borð við kjördæmisþing raði á lista og kosið er um eitt sæti í einu. Þingið yrði ekki fulltrúaþing heldur gætu allir tekið þátt í þinginu í gegnum netið.

Þríeyki leiði flokkinn í stað formanns

Þá mundi ég vilja sjá breytingu á skipulagi á pólitískri forystu flokksins. Hugmyndin um einn leiðtoga er andstæð lýðræðisflokki eins og Samfylkingunni. Einn leiðtogi mun ávallt leiða til leiðtogakrísu. Setja þarf upp þriggja manna teymi sem talar fyrir pólitíkinni. Jafnrétti er aðal hornsteinn jafnaðarstefnunnar og lýðræðið er lykillinn að jafnréttinu. Því þurfum við jafnréttisvörð (jafnrétti/bræðralag) og lýðræðisvörð (frelsi). Þeir kæmu í stað núverandi formanns. Síðan þurfum við grasrótarvörð, vörð um samskipti kjörinna fulltrúa og flokksmanna. Varaformaðurinn er þá í raun orðinn jafnhár formanninum – ef við tölum í núverandi hugtökum. Sé núverandi valdi formanns skipt á þrjá aðila munum við t.d. koma í veg fyrir að forystumaður Samfylkingarinnar muni nokkurn tíma taka þátt í ákvarðanatöku tveggja formanna stjórnarflokka um stríð – líkt og formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu um Íraksstríðið.

Jóhönnu til forystu
Að lokum nýti ég tækifærið og hvet Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka að sér formennsku í Samfylkingunni næstu tvö árin og sitja sem forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. Við þurfum reynslu, vinnuhörku, traust og sterkan vilja Jóhönnu til að koma okkur í gegnum næstu tvö árin sem verða svo erfið. Þessi tvö ár getur Samfylkingin svo nýtt til þess að byggja upp formann næstu framtíðar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand