Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur misboðið þjóðinni nokkrum sinnum frá því að hún tók við í vor. Nú síðast í vikunni þegar í ljós kom að oddviti hennar Davíð Oddsson hafði ekki gert ráð fyrir að forseti Íslands hefði nokkru hlutverki að gegna í þeim margháttuðu hátíðahöldum sem hann og ríkisstjórnin hafa skipulagt vegan 100 ára afmælis heimastjórnarinnar. Steininn tók úr þegar boðað var til ríkisráðsfundar af litlu tilefni með stuttum fyrirvara og forsetinn var ekki látinn vita. Þarna var ekki aðeins forsetanum misboðið heldur þjóðinni líka, símalínur útvarpsstöðva voru glóandi, menn lýstu vandlætingu sinni þar og hvar sem tækifæri gafst. Það er ótrúlegt að fullorðnir menn skuli haga sér á þennan hátt. Það verður að gera þær kröfur til ráðamanna að þeir hegði sér eins og fullorðið fólk, virði lög, reglur og almenna kurteisi. Heimastjórnarafmælisins verður minnst fyrir þessa uppákomu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur misboðið þjóðinni nokkrum sinnum frá því að hún tók við í vor. Nú síðast í vikunni þegar í ljós kom að oddviti hennar Davíð Oddsson hafði ekki gert ráð fyrir að forseti Íslands hefði nokkru hlutverki að gegna í þeim margháttuðu hátíðahöldum sem hann og ríkisstjórnin hafa skipulagt vegan 100 ára afmælis heimastjórnarinnar. Steininn tók úr þegar boðað var til ríkisráðsfundar af litlu tilefni með stuttum fyrirvara og forsetinn var ekki látinn vita. Þarna var ekki aðeins forsetanum misboðið heldur þjóðinni líka, símalínur útvarpsstöðva voru glóandi, menn lýstu vandlætingu sinni þar og hvar sem tækifæri gafst. Það er ótrúlegt að fullorðnir menn skuli haga sér á þennan hátt. Það verður að gera þær kröfur til ráðamanna að þeir hegði sér eins og fullorðið fólk, virði lög, reglur og almenna kurteisi. Heimastjórnarafmælisins verður minnst fyrir þessa uppákomu.
Landsmenn vilja góða heilbrigðisþjónustu
Annað sem almenningur getur ekki sætt sig við er þegar ómarkvisst er skert þjónusta á Landspítalanum, með því að mæta ekki fjárþörf spítalans þannig að þeir sem sannarlega þurfa þjónustu fá hana ekki og ekkert kemur í staðinn. Þetta er vanvirðing við vilja meirihluta almennings, sem hefur ítrekað lýst þeim vilja sínum að standa skuli vörð um velferðarkerfið og heilbrigðisþjónustuna. Menn eru tilbúnir að greiða þá skatta sem til þess þarf, enda næst jöfnuður best með því móti. Það vantar hundruð milljóna króna til að Landspítalinn geti veitt óbreytta þjónustu. Í stað þess að ráðherra axli þá pólitísku ábyrgð að ákveða hvaða þjónustu skuli veita, skerða, eða hætta að bjóða upp á, er ábyrgðinni varpað yfir á starfsmenn spítalans. Afleiðingar þessa ráðslags verða oftar en ekki þær að þeir sem síst geta barist fyrir rétti sínum líða fyrir niðurskurð á þjónustu.
Stefnuleysi bitnar á fjölfötluðum
Sárast er að sjá hvernig þetta bitnar á 55 fjölfötluðum sjúklingum á hæfingardeildinni í Kópavogi, sem áformað er að leggja niður. Sambærilega þjónustu er hvergi að hafa en hún er mörgum þeirra lífsnauðsynleg. Það er vissulega álitamál hvort endurhæfing sem þessi á heima á hátæknisjúkrahúsi. Yfirvöld geta ekki hegðað sér á þennan hátt. Að hætta þjónustunni án þess að nokkuð taki við er ábyrgðarlaust. Ef menn vilja færa þjónustuna frá Landspítala á að gera það og sjá um leið til þess að ómetanleg reynsla og sérþekking, sem starfsfólkið í Kópavogi býr yfir, glatist ekki.
Ég hvet ráðherra til að beita sér fyrir því að tryggja þessum sjúklingum þjónustu áfram s.s. með því að fá Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, núverandi starfsfólk eða aðra til að taka að sér rekstur deildarinnar. Það þarf að gera áður en hinir reyndu starfsmenn sem búið er að segja upp ráða sig í önnur störf. Nú bíða sjúklingarnir og aðstandendur þeirra, eins og geðsjúkir á Arnarholti, milli vonar og ótta eftir að ráðherranefnd ráðslagi um örlög þeirra. Þetta er mjög alvarleg staða, sem verður að bæta úr fljótt.
Þorgerður fellur á fyrsta prófi
Nýr menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók þátt í sinni fyrstu umræðu um menntamál í vikunni á Alþingi og á fundi í Háskóla Íslands. Því miður fellur hún í sömu gryfju og aðrir ráðmenn í þessari ríkisstjórn og víkur sér undan þeirri pólitísku ábyrgð sem ráðherra á að bera í sínum málaflokki. Þegar henni var bent á að ríkið greiddi ekki fyrir mörg hundruð nemendur sem stunda nám í HÍ svaraði hún að bragði að skólinn væri ríkisstofnun sem yrði að halda sig innan fjárlagaramma. Hér vísar hún pólitískri ákvörðun yfir á embættismenn, um það hvernig HÍ skuli ná endum saman án þess að fá fjárveitingu fyrir öllum þeim nemendum sem sækja skólann. Ákvörðun um það hvort taka skuli upp harkalegar fjöldatakmarkanir eða vísa 900 nýnemum frá í haust. Þetta eru pólitískar ákvarðanir og ábyrgð sem menntamálaráðherra er kosinn til að axla. Þarna féll ráðherra á fyrsta prófi.