Nokkur orð um Háskólann

Undanfarna daga hafa háskólarnir mikið verið í umræðunni og þá sérstaklega Háskóli Íslands og fjárhagsvandi hans. Málið var tekið fyrir utandagskrá á Alþingi í síðustu viku og síðan þá hefur umræðan verið í öllum fjölmiðlum. Að mestu hefur hún snúist um það hvort Háskóli Íslands eigi að taka upp skólagjöld eða beita eigi einhvers konar fjöldatakmörkunum til að laga fjárhagsstöðu skólans. Undanfarna daga hafa háskólarnir mikið verið í umræðunni og þá sérstaklega Háskóli Íslands og fjárhagsvandi hans. Málið var tekið fyrir utandagskrá á Alþingi í síðustu viku og síðan þá hefur umræðan verið í öllum fjölmiðlum. Að mestu hefur hún snúist um það hvort Háskóli Íslands eigi að taka upp skólagjöld eða beita eigi einhvers konar fjöldatakmörkunum til að laga fjárhagsstöðu skólans. Nýskipaður menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki lokað á þá hugmynd að skólagjöld verði tekin upp eða segist allavega vera tilbúin að ræða þann möguleika áfram. Fulltrúar einkareknu háskólanna hafa einnig blandað sér inn í umræðuna og hafa reynt að þrýsta á ríkið um hærri fjárframlög.

Forgangsröðun
Hver og einn háskóli vill eðlilega fá eins mikið fjármagn úr ríkissjóði meðan það stendur í samkeppnisrekstri við ríkisháskólann. Allar stofnanir sem eiga rétt á peningum úr almannasjóðum, kvarta undan því að þeim sé ekki sniðin stakkur eftir vexti og sækjast eftir hærri fjárhæðum. Þetta er því alltaf spurning um baráttu fyrir sínum málstað og forgangsröðun sem er jú einu sinni það sem að pólitíkusar eiga vera fjalla um. En hvar stendur HÍ í hagsmunabaráttu sinni gagnvart ríkinu. Rektor hefur í stórum dráttum verið á móti skólagjöldum en samt sem áður hefur hann viðrað þá hugmynd að gefa kost á þeim á meistara- og doktorsstigi, sérstaklega í viðskipta og hagfræðideild sem á í beinni samkeppni við einkareknu skólana.

Ekki stórvægileg ágreiningsmál
Sá aðili sem á að gæta hagsmuna stúdenta er Stúdentaráð en kosningar í það ráð hefjast einmitt á morgun. Þar takast á Röskva og Vaka eins og þær hafa löngum gert ásamt því að Háskólalistinn býður sig einnig fram. Ef maður skoðar það sem þessar fylkingar hafa fram að færa virðast ekki vera ýkja mikil munur á málefnum þeirra. Bæði Röskva og Vaka eru á móti öllum hugmyndum um skólagjöld og fjöldatakmarkanir virðast ekki eiga upp á pallborðið. Það er krafa um að skólinn fái borgað með öllum nemendum sem þar stunda nám og áframhaldandi uppbygging stúdentaíbúða sem og lausnir fyrir barnafólk. Í stórum dráttum er ekki um nein stórvægileg ágreiningsmál sem hægt er að rökræða um og taka sér afstöðu til heldur aðeins spurning hver kemur með hugmynd sem hinn aðilinn getur svo tekið upp. Þess vegna er vert að velta fyrir sér, sem reyndar hefur verið gert of áður, til hvers maður er að kjósa. Er ekki bara réttara að leyfa fólki að velja sér sína baráttumenn.
Stúdentaráð er hagsmunagæsluaðili fyrir nemendur Háskóla Íslands rétt eins Viska er fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík og VR eða Samtök atvinnulífsins sjá um hagsmunagæslu fyrir sína aðila. Eini munurinn á Stúdentaráði og hinum samtökunum er að í Háskóla Íslands neyðist maður til að kjósa flokka en annars staðar fær maður að velja fólkið sem maður vill láta berjast fyrir sínum hagsmunum. Þessu fólki er svo sem flestu vel treystandi til þess að gera það, en sjáum til.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand