Á leikskóla er gaman!

Um þessar mundir standa yfir kosningar á meðal stúdenta HÍ. Þar er umræðan um skólagjöld án efa mest áberandi og allar fylkingar sameinast um að vera andvíg greiðslu skólagjalda. Vissulega er málefnið brýnt, enda eru jöfn réttindi til náms grunnstoðir velferðarríkis. Íslendingar verja hvað minnstum fjármunum í menntakerfið enda lætur það á sjá. Um þessar mundir standa yfir kosningar á meðal stúdenta HÍ. Þar er umræðan um skólagjöld án efa mest áberandi og allar fylkingar sameinast um að vera andvíg greiðslu skólagjalda. Vissulega er málefnið brýnt, enda eru jöfn réttindi til náms grunnstoðir velferðarríkis. Íslendingar verja hvað minnstum fjármunum í menntakerfið enda lætur það á sjá.

Sparnaður á sparnað ofan
Sparnaðaraðgerðir menntakerfisins eru nú orðnar svo róttækar að námsfólki er ofboðið, t.d. með styttingu náms til stúdentsprófa. Menntamálaráðuneytið fer ekki leynt með það að meginástæður styttingarinnar eru þær, að lausn finnist á húsnæðisvandanum, fólk komist fyrr út á vinnumarkaðinn auk þess að kennurum myndi fækka allverulega. Í fáum orðum eru þetta aðeins sparnaðaraðgerðir, enda er ekki stefna íslensks menntakerfs að skila frá sér hæfari stúdentsefnum.

Hverjir muna eftir leikskólunum?
Í þessum heitu umræðum vill fyrsta menntastigið oft gleymast, þ.e. leikskólinn. D-listinn talaði um langa biðlista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og kvartaði sáran undan aðstöðu ungu kynslóðarinnar. Því má alls ekki gleyma að R-listinn vann mikilvægt verk í leikskólamálum, enda eiga flest börn möguleika á heildagsplássi á barnaheimili ólíkt því sem áður var. Fyrir u.þ.b. 15 árum var ekki á allra færi að fá hálfsdagspláss enda leikskólar töluvert færri.

Nú er þetta orðið alltof dýrt
Vandamálin eru ekki leyst þótt flest börnin komast á leikskóla. Það er nefnilega ekki langt í að það verði forréttindamál fyrir börn að eyða dögum sínum innan veggja barnaheimila. Fyrir eitt barn kostar það tugi þúsunda, að ekki sé talað um tvö börn. Fæstir foreldrar komast klakklaust út mánuðinn eigi þau tvö börn í leikskólum. Reikningsdæmið er einfalt. Hér er til dæmis einstæð móðir í Fellahverfi Reykjavíkurborgar. Hún á tvö börn, þriggja og fimm ára og eru því bæði börnin á leikskólaaldri. Móðirin er með 89.000 krónur í grunnlaun á mánuði en það kostar um 56.000 krónur að hafa tvö börn á barnaheimili, þrátt fyrir systkinaafslátt. Eftir standa um 30.000 krónur. Vitaskuld er ekki hægt að draga fram lífið á þeirri upphæð.

Hver myndi misnota sér aðstöðu sína?
Móðirin getur varla tekið til annarra ráða en að fara á atvinnuleysisbætur. Þá getur hún eytt deginum með börnunum og beðið þess með óþreyju að eldra barnið komist á grunnskólaaldur. Það eru sjálfsögð réttindi hvers barns að fá að vera á leikskóla enda eru fyrstu ár ævinnar ómetanlegur tími til að þroska mannleg samskipti og hegðan, að ógleymdu almennu skemmtanagildi þess að fá að umgangast önnur börn. Innan Sjálfstæðisflokksins heyrðist hugmynd þess efnis að óvitlaust væri að greiða mæðrum fyrir að vera heima með börnum sínum. Réttast er að minna á að nýlega hefur árið 2004 gengið í garð en ekki 1964.

Umræðan um skólagjöldin er vissulega brýn og rétt er að staldra við og íhuga forgangsröðun fjárveitinga. Leikskólagjöld eiga ekki að vera jafnhá og þau eru í dag. Innritunargjald HÍ á ári er jafnhátt því sem nemur leikskólagjaldi eins barns á mánuði. Þetta reikningsdæmi gengur ekki upp og breytinga er þörf í þessum efnum. Af tvennu illu sér maður meiri þörf á lækkun leikskólagjalda en háskólagjalda. Leikskólaumræðan er gleymd og grafin – hvers vegna?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand