Þjóðaratkvæðagreiðsla

Ríkisstjórnin virðist ekki treysta þjóðinni til að taka rétta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðinni sem kaus þá á þing. Geta þeir sagt að fólkið sem kaus þá, sé ekki nógu vel upplýst og greint til að kjósa um einstök málefni en það geti tekið upplýsta ákvörðun í alþingiskosningum. Mér finnst þessir stjórnarherrar alltaf koma fram við okkur í landinu eins og fávita. Við erum líka með heila! Forseti Íslands getur með því að neita að skrifa undir lög, lagt það undir íslensku þjóðina, hvort hún samþykki þau lög. Þessi réttur fullkomnar lýðveldið. Með þessu er hægt að koma í veg fyrir að stjórnendur landsins beiti valdníðslu, þ.e. komi sínum vilja áfram gegnt því sem þjóðin vill. Þetta er mikilvægur öryggisventill í lýðveldi. Kannski hugsa sumir sem svo að nóg væri að þjóðin dæmi ríkisstjórnina af verkum þeirra á fjögra ára fresti. En þá er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver ólög yrðu sett. Staðan í dag er að Alþingi hefur samþykkt lög um fjölmiðla sem geta haft áhrif á atvinnustig þeirra sem starfa í fjölmiðlageiranum. Þessi lög hafa áhrif á tjáningarfrelsi og þau gætu haft áhrif á fjölbreytileika á markaði, og komið á einokun á fjölmiðlamarkaðinum.

Er hægt að treysta þjóðinni?
Ríkisstjórnin virðist ekki treysta þjóðinni til að taka rétta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðinni sem kaus þá á þing. Geta þeir sagt að fólkið sem kaus þá, sé ekki nógu vel upplýst og greint til að kjósa um einstök málefni en það geti tekið upplýsta ákvörðun í alþingiskosningum. Mér finnst þessir stjórnarherrar alltaf koma fram við okkur í landinu eins og fávita. Við erum líka með heila! (eða svona flest öll). Ég er sko ekki að gleypa við því að 80% landsmanna hafi engan áhuga á því hvernig landinu þeirra er stjórnað.

Pólitík er þreytandi
Ég verð alltaf fyrir meiri vonbrigðum eftir því sem tímanum líður. Ég er þreytt á því að kjósa breytingar, og fæ sömu sauðina aftur í ríkisstjórn. Ég er orðin þreytt á að halda í vonina að enn sé til fólk sem berst fyrir sinni sannfæringu. Ég trúi ekki að allir þingmenn stjórnarflokkana séu sama sinnis. Hvernig er hægt að fylgja meirihlutanum ef það er þvert ofan á sinn vilja? Ég trúi ekki að Kristinn H. Gunnarsson sé eini maðurinn í Framsókn sem sé ekki sama sinnis og flokksbræðurnir. Með þessu er verið að segja mér að aðeins tveir menn stjórna þessu landi – Halldór og Davíð – hinir gera eins og þeir biðja um. Eða er það bara einn, Halldór gerir eins og Davíð segir? Hann er vafalaust lafandi hræddur um að ef skvettist upp á vinskapinn, þá missi hann af forsetisráðherrasætinu.

Ég er orðin þreytt á að stjórnarandstaðan virðist aldrei geta haft nein áhrif á framgang mála. Ég er orðin þreytt á því að ríkisstjórnin komist upp með að vaða yfir dómsmálakerfið. Ég er orðin þreytt á því að Davíð viti allt best, og geti aldrei étið neitt ofan í sig, og viðurkennt mistök. Ég er orðin þreytt á því að forsetinn sem er okkar öryggisventill, gefi ekki þjóðinni færi á að sýna skoðun sína í verki. Hvers vegna er ég að reyna að halda í vonina um að nú verði breytingar?

Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur ekkert slæmt í för með sér. Hvers vegna eru Davíð og félagar skjálfandi yfir þessu? Það hlýtur eitthvað meira að liggja að baki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand