Þjónkun við auðvaldið?

Fátt er meira þreytandi en málflutningur sem gengur út á að víkja sér undan efnislegri umræðu en gera þess í stað aðra þátttakendur að umræðunni ótrúverðuga. Í fyrradag birtist grein á Múrnum eftir Sverri Jakobsson, þann óheimska mann, sem e.t.v. er ekki rituð í þeim tilgangi en sem ber þó engu að síður keim af slíkum málflutningi. Hún ber yfirskriftina „Hugsjónalausir flokkar“ og fjallar m.a. um Samfylkinguna sem fær ekki beint góða einkunn. Þar sem ég er einmitt félagi í þeim flokki tel ég mig knúinn til að svara þessari gagnrýni, enda er hún hvorki málefnaleg né vel ígrunduð þó svo að þungavigtarmaður haldi um pennann. Fátt er meira þreytandi en málflutningur sem gengur út á að víkja sér undan efnislegri umræðu en gera þess í stað aðra þátttakendur að umræðunni ótrúverðuga. Í fyrradag birtist grein á Múrnum eftir Sverri Jakobsson, þann óheimska mann, sem e.t.v. er ekki rituð í þeim tilgangi en sem ber þó engu að síður keim af slíkum málflutningi. Hún ber yfirskriftina „Hugsjónalausir flokkar“ og fjallar m.a. um Samfylkinguna sem fær ekki beint góða einkunn. Þar sem ég er einmitt félagi í þeim flokki tel ég mig knúinn til að svara þessari gagnrýni, enda er hún hvorki málefnaleg né vel ígrunduð þó svo að þungavigtarmaður haldi um pennann.

Í grein Sverris segir m.a.: „En það er ekki aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur hringsnúist í umræðum um fjölmiðlafrumvarpið. Samfylkingarmenn hafa einnig farið mikinn í því að hafna frumvarpinu með tilvísun í frjálshyggjukreddur. Nú skortir ekki rök til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpi af þessu tagi en Samfylkingin hefur kosið að haga málflutningi sínum eins og argasti hægriflokkur. Þingmenn flokksins vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og nota önnur þau rök sem sögulega séð hafa einkum verið notuð af hægrimönnum til að hafna framfaraskrefum í átt að byggingu velferðarríkis. Nú virðist það vera gleymt að fyrir kosningar skreytti Samfylkingin sig með tilvísunum í félagshyggju og jafnaðarstefnu. Málflutningur flokksins í fjölmiðlafrumvarpinu núna er himnasending til allra þeirra sem hafa barist gegn þeirri stefnu.“

Hvað á Sverrir eiginlega við með þessu? Telur hann sem sé eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir uppbyggingu velferðarríkisins? Og að ekki sé hægt að vísa í það öðruvísi en að stuðla að hruni þess? Og að það feli í sér himnasendingu til auðvaldsins að vísa í þetta ákvæði? Og að Samfylkingin hafi svikið hugsjónir sínar og sé gengin á mála hjá auðvaldinu og verksmiðjueigendum og sægreifum og arðræningjum eða guð veit hverjum?

Nei, þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Með því einu að vísa í eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar og aðrar „frjálshyggjukreddur“ hefur Samfylkingin ekki breyst í „argasta hægriflokk“. Samfylkingin telur einfaldlega einkarekstur, sem væri að sjálfsögðu ekki til án eignaréttar, ekki neinn þránd í götu velferðarríkisins. Hún er því fylgjandi eignaréttinum og í ljósi þess er það auðvitað ekki neitt tabú fyrir þingmenn flokksins að vísa í það ákvæði stjórnarskrárinnar sem verndar þann rétt. Og aukinheldur væri það að sjálfsögðu ábyrgðarlaust af þingmönnum, teldu þeir hættu á því að eignaréttarákvæðið væri brotið, að benda ekki á það. Það skiptir máli að þau lög, sem Alþingi setur, samrýmist stjórnarskránni – og auðvitað líka mannréttindasáttmála Evrópu, sem einnig verndar eignaréttinn – og það væri því vægast sagt glórulaust að láta eins og eitt ákvæði stjórnarskrárinnar væri hreinlega ekki til vegna þess að vísun í það kynni að vera „himnasending“ til einhverra auðvaldsbófa – sem hún er auðvitað ekki.

Í þessu samhengi er það e.t.v. óvitlaust að vísa í stjórnmálaályktun landsfundar Samfylkingarinnar frá 18. nóvember 2001 þar sem mjög skýrt kemur fram hvaða skoðun flokkurinn hefur á einkaframtaki og þar með eignarétti. Í þeim hluta ályktunarinnar, sem fjallar um stefnu flokksins í efnahagsmálum, segir: „Landsfundur lýsir stuðningi við einkaframtak og markaðshagkerfi í atvinnulífinu sem hefur heilbrigða samkeppni að leiðarljósi. Góð velferðarþjónusta getur aldrei orðið að veruleika nema hún styðjist við traust og öflugt atvinnulíf. Hlutverk jafnaðarflokks felst því einnig í að móta aðstæður sem örva viðgang atvinnulífsins og hvetja til stofnunar nýrra fyrirtækja sem standa undir nýjum, vellaunuðum störfum. Þess vegna er það óhikað eitt af verkefnum flokksins að treysta stoðir fyrirtækjanna í landinu.“

Ljóst er af þessari tilvitnun að Samfylkingin hefur í umræðum um fjölmiðlafrumvarpið ekki á nokkurn hátt gengið gegn því sem hún stendur fyrir. En auk þess er rétt að geta þess að þingmenn hennar hafa ekki eingöngu vísað til eignaréttarins í umræðum um frumvarpið heldur einnig annarra sjónarmiða sem talað hefur verið fyrir af alveg jafnmiklum þunga og að brotið geti verið gegn eignaréttinum, m.a. að frumvarpið geti stofnað atvinnu fjölda manns í hættu og að nægilegt sé að setja lög sem tryggi sjálfstæði ritstjórna og gagnsæi um eignarhald, sem og að beita samkeppnislögum, til að tilgangi þess verði náð.

Að lokum skal bent á að stuðningur Samfylkingarinnar við markaðshagkerfi í atvinnulífinu felur það ekki í sér að hún aðhyllist ekki félagshyggju. Það hlýtur öllum að vera ljóst, sem hafa fylgst með þjóðmálaumræðunni fordómalaust, að öflugt velferðarkerfi er eitt höfuðatriðunum í stefnu flokksins. Svo að velferðarkerfið geti dafnað er hins vegar nauðsynlegt að til séu peningar til að viðhalda því. Það vill svo til að þeir vaxa ekki á trjánum. Þeir verða því aðeins til að einhver verðmætasköpun sé í samfélaginu, þ.e. fyrir hendi séu atvinnuvegir sem færa þjóðinni þann auð sem þarf til að unnt sé að borga fyrir velferðarkerfið. Svo að einhver sé tilbúinn til þess að leggja út í þá fyrirhöfn að stofna atvinnufyrirtæki – en án þeirra eru auðvitað engir atvinnuvegir – verður hann að geta treyst því að ríkið – eða einhver annar – eigi ekki eftir að birtast einn góðan veðurdag og svipta hann öllu. Sú vörn, sem hann hefur fyrir því, er m.a. eignarétturinn. Hann er því algjört grundvallaratriði og má af því sjá að það er algjörlega út í bláinn að saka þá sem vilja vernda hann um þjónkun við þá sem berjast gegn félagslegri velferðarstefnu.

Þórður Sveinsson, lögfræðingur og ritstjóri Mír.is
– greinin birtist á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Mír.is, fimmtudaginn 27. maí.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand