Þjóðaratkvæðagreiðsla um samningsmarkmið?

Útspil andófsflokkanna á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB er fremur ódýr leikur. Ljóst er að Samfylkingin sigraði kosningarnar í vor m.a. vegna skýrrar afstöðu sinnar fyrir aðild að ESB. Þá hafa fylgjendur ESB átt vinsældum að fagna í öðrum stjórnmálaflokkum, t.d. Bjarni Benediktsson sem varð formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa lýst stuðningi við ESB. Skoðanakannanir gefa líka til kynna að meirihluti Íslendinga vilji sjá útkomuna úr aðildarumsókn, óháð því hvort það fólk sé hlynnt inngöngu.

Það má því spyrja sig hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn gangi hreinlega nógu langt. Sennilegast yrði sú tillaga samþykkt af þjóðinni en þá hefðu stjórnmálamenn líka carte blanche í umsóknarferlinu. Vegna formlegs stuðnings gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu væri ríkisstjórninni afhent óskorað vald til að leggja línurnar. Almenningur hefði sáralítið afl til að leggjast á stjórnmálamennina við samningaborðið.

Ætti þá ekki frekar að greiða atkvæði um samningsmarkmið í umsóknarferlinu? Hví að láta staðar numið við einfalt já eða nei frá almenningi þegar stærstu og afdrifaríkustu spurningarnar standa eftir? Fyrsta spurning á atkvæðaseðlinum gæti verið: Fiskveiðilögsaga Íslands nýtur óskoraðs yfirráðaréttar ríkisstjórnar Íslands um aldur og ævi. Mjög sammála/ Sammála / Hlutlaus / Ósammála / Mjög ósammála. Eða bara sammála/ósammála? En það myndi í raun draga úr getu almennings til að tjá sig með þeim blæbrigðum sem best endurspeglar afstöðu þjóðarinnar.

Andófsflokkarnir eru í raun að gera lítið úr gáfum og andlegri getu fólks almennt með því að leyfa ekki almenningi að kjósa um það sem máli skiptir í ferlinu. Það er ekki hvort farið er af stað heldur hvert förinni er heitið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið