Sjóveiki í stórsjó

Það verður að vera hægt að treysta því að vel sé farið með fjármuni almennings í björgunaraðgerðum Ríkisins. Útskýringar viðskiptaráðherra á fjárútláti til Sjóvár eru ekki nándar nærri fullnægjandi. Fréttir af afdrifum Sjóvár voru nógu slæmar en að skattborgarar skuli borga undir liðið er sjóveikivaldandi.

Sjóvár havaríið er enn einn eitt hrunið á stoðum brenglaðs atvinnulífs hér á landi. Það er skiljanlegt að Ríkið komi að málum með einum eða öðrum hætti þegar svo mikilvæg grundvallarþjónusta sem tryggingarstarfsemi er í hættu. Það er ekki skiljanlegt hví það kalli á fjárútlát úr ríkissjóði. Almenningur á Íslandi fær ekki að hvíld á fréttum af niðurskurði og sparnaði. Öll samneyslan er undir hnífnum. Það skýtur því mjög skökku við að helstu njótendur risastyrkja úr sameiginlegum sjóðum séu óábyrgir fjárglæframenn og það fólk sem það hefur ráðið til vinnu fyrir sig. Áhrifin af fréttum af málinu má án skammar líkja við sjóveiki.

Viðskiptaráðherra verður að útskýra mjög vandlega og með óyggjandi rökum hvers vegna sú leið var valin að leggja Sjóvá til fjármuni. Skýringar hans í fjölmiðlum voru langt í frá ásættanlegar, þær gáfu til kynna að höndum hafi verið kastað til við gjörninginn. Gylfi Magnússon útlistaði í fréttum RÚV nokkrar leiðir sem hægt væri að fara en að þessi leið hafi verið farin, af því bara. Viðskiptaráðherra verður að geta kynnt aðgerðir sínar sem öruggur forystumaður í atburðarásinni. Það er hægt að fjárfesta 16 milljarða með margvíslegum hætti sem getur skilað beinum og óbeinum hagnaði sem verður örugglega meiri en af rekstri vátryggingafélags þar sem vanskil aukast og verðmæti tryggðra hluta fellur í verði.

Þáttur fjölmiðla í að útskýra gjörninginn er svo kapítuli út af fyrir sig. Það er afskaplega erfitt að átta sig á atburðarrásinni með lestri blaða eða með áhorfi á sjónvarpsfréttir. Þá verður þorsti fréttanauta eftir heilsteyptri umfjöllun um málið bara verri af að dreypa á. Viðskiptablaðamenn hér á landi eiga erfitt með að setja sig í spor almennings við ritun frétta.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand