Þjóð án menntunar – falleg framtíðarsýn

Hvernig stendur á því að meðan að nágrannaþjóðir okkar reyta hár sitt og skegg yfir niðurstöðunni í samanburðarmælingum PIZA stofnunarinnar yfir menntunarstig í heiminum þá heyrist vart múkk hér á landi, þrátt fyrir það að við hefðum endað neðar en öll hin norrænu löndin? Getur það verið að við séum stolt af niðurstöðunni? Hvernig stendur á því að meðan að nágrannaþjóðir okkar reyta hár sitt og skegg yfir niðurstöðunni í samanburðarmælingum PIZA stofnunarinnar yfir menntunarstig í heiminum þá heyrist vart múkk hér á landi, þrátt fyrir það að við hefðum endað neðar en öll hin norrænu löndin? Getur það verið að við séum stolt af niðurstöðunni?

Þýskaland varð í 20. sæti í slíkri könnun fyrir nokkrum árum og í kjölfarið lá við óeirðum þar sem óánægðir þegnar heimtuðu betrumbætur. Þeir gerðu yfirvöldum það skýrt að svona árangur endurspeglaði ekki þá kröfur sem Þjóðverjar gera til sinna menntastofnana.

Nú erum við á svipuðum slóðum og Þjóðerjar þá en samt heyrist ekki píp. Hvorki fjölmiðlarnir né hagsmunaaðilar hafa látið í sér heyra svo nokkru nemi. Hvernig stendur á þessu sinnuleysi? Hvar eru nú frasarnir um að við séum fullkomlega samkeppnishæf við samanburðarþjóðir? Hvar eru reiðióp fjölmiðlanna? Hvar er trúin á að menntun sé hornsteinninn í velferðarsamfélaginu? Hvar er hin íslenska þjóð? Ætli hún sé ekki heima á netinu eða ennþá líklegra, að horfa á sjónvarpið. Og á meðan hún situr þar og fitnar undir áróðri og yfirhylmingum misvitra stjórnvalda þá munu börn þjóðarinnar dragast aftur úr öðrum þjóðum þangað til að við eignumst okkar eigin ómenntuðu og láglaunuðu verkamannastétt, sbr. Bandaríkin!

Auðvitað er engin könnun tæmandi og allur samanburður örlítið skekktur en engu að síður þá er þessi skelfilega niðurstaða sterk vísbending til íslenskra stjórnvalda um að það þurfi að endurskoða menntakerfi þjóðarinnar. Og einnig ætti þetta að vera landsmönnum öllum sterk ábending um að menntun þurfi að halda að börnum. Að menntun sé sterkasta jöfnuðar- og framfaratæki sem fyrirfinnst og leggi grunninn að jöfnum tækifærum og því að draumar einstaklingsins rætist.

Ég vona það að í þetta skipti þá taki stjórnvöld á málinu og hugsi ekki endilega hverjum þetta sé að kenna (og finni einhverja blóraböggla) heldur hvaða úrræðum sé hægt að beita til þess að laga íslenska menntakerfið og koma því í fremstu röð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið