Framtíð vestrænnar varnarsamvinnu

Baráttan milli austurs og vesturs, milli góðs og ills, milli kommúnisma og kapítalisma er lokið, burtséð frá því hvaða líkingamáli menn tala og þá ómerku staðreynd að enn býr um fimmtungur mannkyns við alræðisstjórn sem kennir sig við kommúnisma, en við skulum ekki dvelja við það. Baráttan milli austurs og vesturs, milli góðs og ills, milli kommúnisma og kapítalisma er lokið, burtséð frá því hvaða líkingamáli menn tala og þá ómerku staðreynd að enn býr um fimmtungur mannkyns við alræðisstjórn sem kennir sig við kommúnisma, en við skulum ekki dvelja við það.

Hægriöflin státa sig af merkum sigri í baráttunni gegn hinu ,,illa veldi” í austri. Og það má vel vera, þó sjálfum þykir mér nú austantjaldið frekar hafa sigrað sig sjálft með hatttrikki af sjálfsmörkum undir lok níunda áratugarins, þökk sé skipulagsleysi í vörninni og misskilings á miðjunni.

Engu að síður stöndum við eftir með breytta heimsmynd. Þó lifir NATO enn góðu lífi, ólíkt öllum öðrum hernaðarbandalögum í veraldarsögunni sem leystust upp í kjölfar sigurs. Hvað veldur?

Háð Bandaríkjunum
Atlantshafsbandalagið er að deyja hægt og rólega, og hefur verið að því síðan á jóladag 1991. Eftir sigur í kaldastríðinu missti bandalagið sinn megin tilgang og byrjaði hrörnunrferlið, nánast ósýnilega.

Í dag þjónar bandalagið ekki legur hagsmunum Evrópu, heldur er einhverskonar magnari eða klappstýra fyrir aðgerðir Bandaríkjanna víða um heim. Ef NATO leggst ekki á hliðina og deyr drottni sínum í fyllingu tímans, þá á það svo sannarlega eftir að breyta um hlutverk og ásýnd. Og reynadar svo að við eigum ekki eftir að þekkja það fyrir sama gamla bandalagið!

Því bandalög, sérstaklega varnarbandalög eiga ekki að vera valdapíramýdar, heldur pragmatísk, eins og viðskiptasambönd. Öll bandalög deyja eftir að hafa náð fram markmiðum sínum. NATO er einstakt í veraldarsögunni, hve vel því tókst að ná markmiðum sínum sem hernaðarbandalagi, óvinurinn geispaði golunni án þess að til meiriháttar stríðsátaka hafi nokkru sinni komið.

Það eru til þau öfl innan álfunnar sem vilja halda hvað fastast í NATO varnarstöðvarnar og láta Bandaríkin borga brúsann. Og það er kannski þar sem vandinn liggur? Evrópa hefur verið háð Bandaríkjunum svo lengi sem elstu menn muna og fá stjórnvöld slá hendinni á móti hernaðar-ölmusu þeirra, jafnvel þótt þau væru sjálfstæðari án þeirra. Ókeypis peningar, ókeypis peningar! Stjórnvöld blindast og verða háð ,,gefandanum” líkt og eiturlyfjafíkill er háður ,,dílernum”.

Getum og verðum
Evrópa er fjölmennari en Bandaríkin, með svipaðann efnahag og mjög sambærilegan þunga- og hátæknað. Álfan er svo sannarlega tilbúin að axla þá ábyrgð að ala sig sjálf og verja sig sjálf.

Evrópubúar eru mun hæfari að takast á við eigin varnir en sjálfstraust þeirra segir til um. Evrópa mun halda áfram að vera eftirbátur Bandaríkjanna hvað valdstyrk og útbreiðslu á heimsvísu en þetta skiptir engu máli, nema Evrópubúar vilji endurheimta sinn forna nýlendusess – sem ég tel ekki líklegt. Engu að síður geta Evrópubúar auðveldlega annast eigin varnir, tekið þátt í friðargæsluverkefnum og verið sýnilegir á jaðri álfunnar. Eina sem vantar er sjálfstraust og frumkvæði, ekki að bíða alltaf eftir tilskipunum frá Washington.

Það mætti segja að Bandaríkin séu enn mjög stórt afl í Evrópu, þótt þeir tilheyri henni ekki, er ekki boðið til Evrópuþings eða sæti í ráðherraráðinu. Og það mun vitanlega aldrei gerast en væri ekki svo fráleitt m.v. hve stjórt svæði álfunnar þeir verja?

Reynsla Evrópusambandsins (ESB) í varnarmálum frá því að Maastricht samningurinn var undirrtaður 1991, sýnir að varnarsamvinna sambandins hreyfist á hraða snigilsins. Það er tímabært að hraða á þessari þróun. Það er mikilvægt fyrir þróun og sjálfstæði ESB. Geta menn ímyndað sér hvernig stofnun Bandaríkjanna hefði verið ef Bretar hefðu séð um varnir landsins og allar meirháttar ákvaðanir þar að lútandi hefðu verið teknar í London!

– – – – –
Stoðtæki:
Therapy´s End: Thinking Beyond NATO – E. Wayne Merry – 2004.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand