Þingkosningar í Danmörku

8. febrúar síðastliðinn fóru fram kosningar í Danmörku. Flokkarnir háðu stutta en skarpa kosningabaráttu þar sem að kosningunum var flýtt. 8. febrúar síðastliðinn fóru fram kosningar í Danmörku. Flokkarnir háðu stutta en skarpa kosningabaráttu þar sem að kosningunum var flýtt.

Venstre, flokkur Anders Fogh Rasmussen, er enn stærsti þingflokkurinn á danska þinginu. Þrátt fyrir það hefur Venstre tapað fylgi frá síðustu kosningum og missti 4 þingmenn. Íhaldsflokkurinn, hinn stjórnarflokkurinn, bætti hins vegar við sig 2 þingmönnum og Danski þjóðarflokkurinn með Pia Kærsgaard í broddi fylkingar bætir við sig 2 mönnum og er hann þá komnn með 24 þingmenn.

Róttæki vinstriflokkurinn nærri tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 8 mönnum. Eins og kemur fram á síðu TV2 þá er Radikale Venstre í tísku ef svo má segja hjá ungu fólki. Flokkurinn leitast við að höfða til ungs fólks, kaffihúsatýpunnar með áhuga á ferðalögum, alþjóðlegum mat o.s.frv. Þá vann Einingarflokkurinn einnig á í þessum kosningum

Jafnaðarmannaflokkurinn varð að viðurkenna að niðurstöður kosninganna væru ekki viðunnandi. Jafnaðarmenn töpuðu 3.3 % fylgi eða 5 þingmönnum. Foringi Jafnaðarmannaflokksins Mogens Lykketoft ávarpaði stuðningsmenn sína þar sagði hann sagði að hann myndi ekki leiða flokkinn í næstu kosningum og að hann myndi hætta formennsku strax í vikunni. Lykketoft sagðist hafa lagt sig allan fram í kosningabaráttunni og að hann tæki fulla ábyrgð á því hvernig fór. Lykketoft hefur verið formaður flokksins frá árinu 2002 og var vinsæll þangað til í kosningabaráttunni, þá fóru að heyrast óánægjuraddir vegna hans.

Hvað veldur því að vinstri fylkingarnar ná ekki meira fylgi?
Það má nú segja að Anders Fogh Rasmussen hafi tekið rétta ákvörðun fyrir sig og flokk sinn að efna til kosninga einmitt nú, rétt eftir þá hræðilegu atburði sem áttu sér stað í Asíu. Fogh þótti sýna við þær aðstæður að hann væri sannur leiðtogi. Fólk er almennt ánægt hvernig hann kom fram við þá atburði. Fylgi hans og Venstre var í hámarki.

Annað sem gæti átt stóran þátt í slæmu gengi sósíaldemókrata og raunar SF einnig, er útlendingaóttinn. Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur nærst á útlendingahatri hefur náð geysilegu fylgi sem er mikið áhyggjuefni. Útlendingahatur og fordómar eru viðurkenndir. Það er allt í lagi að vera rasisti. Pia Kærsgaard, leiðtogi flokksins, hefur verið mjög dugleg við að dreifa þeim boðskap. Flokkurinn er í lykilstöðu þar sem hann er stuðningsflokkur stjórnarinnar. Kjósendur flokksins eru flestir úr verkamannastétt, fólkið með lægstu launin, fólk sem er atvinnulaust, fólkið sem er hrætt við að missa atvinnu í hendur útlendinga. Þetta fólk ætti í eðlilegu ástandi samleið með Sósíaldemókrötum.

Annað hefur vakið athygli í þessum kosningum. Það er hve verkalýðshreyfingin hefur haldið að sér höndunum. Lykketoft komst til valda í gegnum flokksstarfið og hefur lítil verkalýðstengsl. Eftir að hann sagði af sér heyrðist allt í einu aftur í verkalýðshreyfingunni. Nú vill hún hafa eitthvað um það að segja hver verður næsti leiðtogi Sósíaldemókrata.

Nýr leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins verður valinn 12. mars. Fólk vill tilbreytingu. Flokkurinn hefur kannski ekki náð að aðlaga sig að breyttum tímum. Þá er ágætt að söðla um og fá ný andlit og ný málefni. Ætli fólk sé kannski bara orðið þreytt á Trotsky útlitinu?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið