Aðgengileg og öflug miðborg

Nú hefur verið samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur að hefja niðurrif á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg. Elsta húsið er 120 ára en hin öll reist fyrir 1918. Markmiðið er að rýma fyrir nýjum húsum sem sniðin eru að verslunarrekstri. Stefnt er að því að reyna að laga stíl þessara nýju húsa að götumyndinni og einnig á að taka sum af þessum gömlu húsum í gegn, enda mörg þeirra lítið fyrir augað í núverandi mynd. Nú hefur verið samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur að hefja niðurrif á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg. Elsta húsið er 120 ára en hin öll reist fyrir 1918. Markmiðið er að rýma fyrir nýjum húsum sem sniðin eru að verslunarrekstri. Stefnt er að því að reyna að laga stíl þessara nýju húsa að götumyndinni og einnig á að taka sum af þessum gömlu húsum í gegn, enda mörg þeirra lítið fyrir augað í núverandi mynd.

Byrjað á öfugum enda
Sjálfur er ég hlynntur friðun á gömlum sögufrægum húsum en jafnframt er ég einn af þeim sem vill fá alvöru miðborg þar sem verslun og mannlíf getur blómstrað. En ég held að við séum að byrja á öfugum enda. Ný hús í stað þeirra gömlu munu ekki laða að sér fleira fólk. Það sést t.d. vel á þeim auðu verslunarrýmum sem finna má við Laugaveginn og minnist ég allavega eins verslunarrýmis sem hýsti GAP Collection fatabúðina á sínum tíma, en það rými hefur staðið autt í mörg ár. Það er ekki í svo gömlu húsi og hæfir húsið vel verslunarrekstri. Samt sem áður hefur enginn verslun verið opnuð þar.

Flugvöllinn burt – íbúðarbyggð í staðinn
Til að verslun og þjónusta geti dafnað þarf auðvitað fólk og þar af leiðandi íbúðarbyggð. Þá er umræðan kominn aftur að veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, sem ég ætla ekki að tjá mig um í þessari grein, en á auðvitað á hann að fara með öllu sem fyrst. Íbúðarbyggð í Vatnsmýrinni er að mínu mati eitt að grundvallarskilyrðum fyrir því að miðborgin geti dafnað.

Bílaþjóðin þarf bílastæði
Bílastæðaskortur held ég að sé eitt af meginatriðunum sem hindrar fólk í að fara í miðborgina. Við erum Íslendingar og við nennum yfirleitt ekki að ganga mjög langt frá bílnum á áfangastað, sérstaklega ekki í lemjandi slagveðursrigningu. Að vísu hefur verið gert vel í uppbyggingu bílastæðahúsa síðustu árin og er fólk farið að nýta sér þau í auknu mæli. Laugavegurinn er skipulagsslys varðandi bílastæði, vannýting á plássi á götunni er með ólíkindum. Úr þessu mætti bæta með endurskipulagningu götunnar og búa til sem flest skálæg bílastæði (í stað þessara sem liggja beint meðfram og fólk er allann daginn að troða bílnum sínum í). Samt sem áður yrði nægt pláss fyrir gangstéttar. Jafnvel væri ráð að borgin keypti upp eitthvað af bakhúsunum við götuna og kæmi þar fyrir bílastæðum. Auðvitað dreymir örugglega marga um að sjá Laugaveginn sem göngugötu eins og Strikið en það er raunveruleiki sem við því miður munum ekki sjá í nánustu framtíð. Þangað til þurfum við að hafa bílastæði – og nóg af þeim.

Þegar fólkið er farið að streyma í miðbæinn er loks kominn grundvöllur fyrir byggingu nýs verslunarhúsnæðis – ekki fyrr. Það væri sorglegt að sjá ný og glæsileg hús standa tóm líkt og hið glæsilega húsnæði sem hýsti Topshop um tíma. Förum því með gát og hugsum fram í tímann. Öflug miðborg er allra hagur

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið