Fordómar: umburðar- og virðingarleysi

Í vestrænum þjóðfélögum virðast fordómar og umburðarleysi gagnvart þeim sem eru öðruvísi, svo sem útlendingum og innflytjendum, koma sterkar upp á yfirborðið nú en fyrir nokkrum árum. Fordómar og tortryggni gagnvart múslimum hefur aukist, gyðingahatur virðist fara vaxandi til að mynda í Evrópu og öfgasinnuðum þjóðernisflokkum hefur vaxið ásmegin undanfarið eins og sést til að mynda á fylgi danska þjóðarflokksins í dönsku þingkosningunum nýlega. Í vestrænum þjóðfélögum virðast fordómar og umburðarleysi gagnvart þeim sem eru öðruvísi, svo sem útlendingum og innflytjendum, koma sterkar upp á yfirborðið nú en fyrir nokkrum árum. Fordómar og tortryggni gagnvart múslimum hefur aukist, gyðingahatur virðist fara vaxandi til að mynda í Evrópu og öfgasinnuðum þjóðernisflokkum hefur vaxið ásmegin undanfarið eins og sést til að mynda á fylgi danska þjóðarflokksins í dönsku þingkosningunum nýlega.

Ein ástæða vaxandi fordóma og umburðarleysis í þessu efni getur verið ótti sem spratt upp úr hryðjuverkum sem framin voru 11. september. Ótti kallar oft fram órökrétta hugsun og tilfinningar sem birtast í fordómum.

Fordómar og umburðarleysi á Íslandi
Ég verð var við að fordómar og umburðarleysi hefur einnig aukist á Íslandi síðustu árin þó ég seti það nú ekki í samhengi við hryðjuverk erlendis. Ég man alltaf hvað mér brá mikið þegar ég flutti aftur til Íslands fyrir tveimur árum eftir nám í fjölmenningarsamfélaginu London. Þá tók ég eftir því hvað fordómar gagnvart útlendingum og innflytjendum er landlægur hér. Kannski var ég samdauna þessum fordómum, áður en ég hélt á vit fjölmenningarsamfélagsins. Ég held þó frekar að ég hafi fyrst fengið að kynnast ýmsum kimum íslensk þjóðfélags eftir að ég losnaði undan verndandi veggjum skólakerfisins. Skýrt vil ég þó taka fram að ég er alls ekki að segja að allir séu fordómafullir á Íslandi gagnvart fólki af mismunandi þjóðerni. En fordómar birtast ekki aðeins gegn fólki af erlendu bergi brotnu. Ég sé ekki betur en fordómar og virðingarleysi sé nokkuð ríkjandi á Íslandi gagnvart öryrkjum og atvinnulausu fólki. Við höfum líklega öll heyrt frasa eins og ,,Þetta eru bara aumingjar sem nenna ekki að vinna”. Og hvaða skilaboð hefur Ríkisstjórn Íslands verið að senda okkur áhrifagjarna almúganum undanfarið?

Útlendingafrumvarpið
Dómsmálaráðherra stóð til að mynda á síðasta ári fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 96/2002 (útlendingafrumvarpið). Aðeins eitt dæmi í frumvarpinu skal hér tekið sem alveg hefði mátt missa sig. Gert er að skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis að erlendur maki hafi náð 24 ára aldri. UJ mótmæltu þessu réttilega, ásamt UF og UVG og töldu frumvarpið ganga ,,gegn hefðbundnum sjónarmiðum um jafnræði og borgaraleg réttindi”. Ekki er hægt að segja að skilaboðin frá dómsmálaráðherra með þessu frumvarpi beri mikinn vott um virðingu fyrir einstaklingnum óháð þjóðerni, litarhætti eða kynþætti. Þess má einnig geta að Mannréttindaskrifstofa Íslands leyfði sér að gagnrýna útlendingafrumvarpið og skrúfaði dómsmálaráðherra þá fyrir árleg fjárframlög til skrifstofunnar upp á nokkrar milljónir í kjölfarið.

Er vandamál ellilífeyrisþega og öryrkja óregla?
Önnur skilaboð sem ríkisstjórnin sendir okkur er að öryrkjar og þeir sem eru atvinnulausir séu annars flokks borgarar. Hvorki örorkulífeyrir né atvinnuleysisbætur hefur fylgt launaþróun í landinu. Óskertur örorkulífeyrir er nú rúmlega hundrað þúsund krónur og atvinnuleysisbætur tæpar hundrað þúsund krónur. Hvernig á nokkur lifandi maður sem einfaldlega býr ekki í pappakassa og jafnframt nærist á honum að geta lifað á þessum sultarkjörum. Pétur Blöndal vill reyndar meina að stór hluti vandamáls örorkulífeyrisþega sé einfaldlega óregla, sem sýnir nú skilningsleysið og hrokann sem sá maður hefur gangvart þessum hópum. Virðingarleysið við þessa hópa er líka slíkt hjá ríkisstjórninni að hún telur sér ekki skylt að uppfylla samning sem hún gerði við Öryrkjarbandalag Íslands árið 2003, meðal annars um hækkun á grunnlífeyri öryrkja.

Ríkisstjórn Íslands á að veita gott fordæmi
Ég fullyrði að flestir Íslendingar vilja kenna sig við mannréttindi; að þeir aðhyllist þá hugsun að hver á einn eigi rétt á því að honum sé sýnd fyllst virðing óháð því hver hann eða hún er; að þeir vilji sýna öðrum umburðarlyndi svo fremi sem það gengur ekki gegn hagsmunum annarra.

Ríkisstjórn Íslands ætti að ganga í broddi fylkingar í þessum anda, sýn gott fordæmi í anda mannréttinda og stuðla að gagnkvæmri virðingu fólks og umburðarlyndi almennt í þjóðfélaginu. Það getur hún til dæmis gert með því að sýna í verki að hún líti ekki á atvinnulausa einstaklinga og örorkulífeyrisþega sem annars flokks borgara og með því að sýna innflytjendum tilhlítandi mannréttindi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið