Þingflokkur Samfylkingarinnar styður móttöku 500 flóttamanna

Þingflokkur Samfylkingarinnar styður þingsályktunartillögu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur um að tekið verði við að minnsta kosti 500 flóttamönnum á næstu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Þingsályktunartillaga Sigríðar Ingibjargar, sem var skrifuð í vor og dreift til allra þingmanna um helgina, gerir ráð fyrir að tekið verði við 100 flóttamönnum í ár, 200 á því næsta og 200 árið 2017. Alls eru þetta 500 manns, eða 10 sinnum fleiri en til stendur að taka á móti nú. Sigríður hefur óskað eftir stuðningi allra þingmanna við framgang málsins.

Þrýstingur hefur aukist á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki frá stríðshrjáðum löndum, en nú eru fleiri á vergangi í Evrópu en voru undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þingmenn allra flokka hafa talað fyrir því að auka stuðning Íslands við flóttamenn.

„Allt mun þetta kosta peninga, en þau útgjöld eru óhjákvæmileg ef við ætlum að standa undir hlutskipti okkar sem manneskjur í siðuðu samfélagi,“ segir að lokum í tilkynningu Samfylkingarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand