Biður um stuðning við tillögu um móttöku 500 flóttamanna

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óskar eftir stuðningi þingmanna við þingsályktunartillögu sína um að íslensk stjórnvöld veiti 500 flóttamönnum vernd á næstu árum. Í tölvupósti sem Sigríður hefur sent öllum þingmönnum kemur fram að hún vilji jafnvel skoða hvort rétt sé að hækka þá tölu.

Þingsályktunartillaga Sigríðar Ingibjargar í heild sinni:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað undirbúning á móttöku   flóttamanna, þ.e. kvótaflóttafólki, til landsins á næstu þremur árum í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stefnt verði að því að 100 flóttamönnum verði boðin dvöl hér á landi árið 2015, 200 árið 2016 og 200 árið 2017. Sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og flóttafólks annars staðar frá sem er í sambærilegri stöðu og viðkvæmir hópar flóttamanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár  í samstarfi við Flóttamannahjálpina.

Vegna langvarandi stríðsástands í Sýrlandi skal jafnframt unnið að aukinni fjölskyldusameiningu Sýrlendinga, m.a. með því að heimila tímbundið veitingu dvalarleyfa til aðstandenda Sýrlendinga sem búsettir eru á Íslandi.
Þá verði samhliða unnin áætlun um móttöku kvótaflóttamanna  sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand