Þessir Bandaríkjamenn

Þetta er að sjálfsögðu eintómt bull, minn ímyndaði vinur er auðvitað ekki frá Bolungarvík. En málið er hinsvegar þetta. Lítum í eigin barm, erum við eitthvað gáfaðri en Bandaríkjamenn? Kunnum við eitthvað betur að fara með móðurmálið okkar en þeir með sitt? Erum við á einhvern hátt betri en Bandaríkjamenn? Svarið er að sjálfsögðu nei! Gott dæmi er þessi grein, ég ákvað að láta ekki tölvuforrit forritað af Bandaríkjamönnum fara yfir greinina heldur hafa stafsetningar- og málfræðivillurnar í henni, við erum jú öll mannleg. Gerum okkar mistök og getum ómögulega vitað allt. Við verðum að passa okkur að ana ekki út í alhæfingar um heila þjóð útfrá dæmisögum og sjónvarpi. Við vitum betur, er það ekki? Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í eigin auga. Þetta á mjög vel við rökræðurnar sem ég átti við Jóhann, ímyndaða vin minn frá Bolungarvík.

Ég kom heim um sexleitið, úrvinda eftir krefjandi og skemmtilegann dag við Háskóla Íslands. Mér hlakkaði til þess að eiga rólegt kvöld með Norah Jones og góðri bók. Þá gerðist það enn einu sinni að Jóhann kom í heimsókn. Ég veit í raun ekki hvernig hann komst inn en allt í einu sat mér við hlið, og eins og alltaf byrjaði hann að nöldra (ef ykkur þykir Guðlaugur Þór pirrandi þá ættu þið að hitta Jóhann).

Jóhann: ,,Þeir eru alveg ótrúlegir þessir Bandaríkjamenn, gera ekki annað en að éta skyndibitamat og þenjast út. Það er sama hvert þú lítur jafnt ungir sem aldnir fitna bara fitna og verða heimskari og heimskari. Það er stór hættulegt að svona valdamikil þjóð sé svona heimsk.”

Ég: ,,Ohhh… Jóhann ert þú kominn. Ég var að vona að þú mundir láta mig í friði í kvöld. Hvað ertu annars að þvaðra um Bandaríkjamenn? Ekki gerir þú ráð fyrir að öll þjóðin sé jafn heimsk og vitlaus og örfáar dæmisögur sína?”

Jóhann hristi hausinn og hláturinn innra með honum braust fram í óstjórnlegum skjálfta axlanna.

Jóhann: ,,Hefur þú séð Jay Leno? Um daginn var ég að horfa á Jaywalk þar sem Jay fer og talar við venjulega Bandaríkjamenn. Þeir vissu ekki einu sinni í hvaða landi Kínamúrinn er eða hvar Berlínarmúrinn var. Ef þetta eru ekki vitleysingar þá veit ég ekki hvað vitleysingar eru.”

Ég hristi hausinn og sé Sigga Grétars fyrir mér þar sem hann stendur á sviðinu í Háskólabíói og kennir okkur gagnrýna hugsun. Það yrði nú eitthvað ef Jóhann og hann myndu hittast.

Ég: ,,Jóhann minn.” Sagði ég og reyndi að skipuleggja hið óhóflega magn af rökum sem hrekja þessa vitleysu míns ágæta vinar. ,,Í fyrsta lagi kemur hvergi fram hvað hann þurfti að tala við marga til að safna saman þesum heimskulegu og, jú ég viðurkenni það, mjög svo fyndnu svörum sem sýnd eru í þættinum. Svo er það kannski ekkert svo órökrétt að það séu ekkert allir Bandaríkjamenn sem viti um þetta. Ekki þekkja allir Íslendingar allar höfuðborgir Asíu, þar af leiðandi þurfa Bandaríkjamenn ekkert allir að þekkja höfuðborg þýskalands. Kínamúrinn er oft kallaður “The great wall” á ensku og þar af leiðandi ekkert gefið í skyn um staðsettningu.”

Jóhann: ,,Þetta eru nú bara útúrsnúningar hjá þér Tómas minn.” Sagði Jóhann, þar sem hann var lagstur í sófann og hámaði í sig Doritosflögurnar sem ég hafði ætlað mér að borða.

Jóhann: ,,Bandaríkjamenn eru ekkert nema vitleysingar og offitusjúklingar. Aldrei myndu Íslendingar svara svona heimskulega, sama hve lengi Hemmi Gunn. myndi ráfa um stræti Reykjavíkur.”

Ég: ,,Hehh… þú heldur það.” Sagði ég, stóð upp úr sætinu og náði í tímaritið Orðlaus. ,,Hérna sérð þú Jaywalk okkar Íslendinga, og er niðurstaðan betri? Nei, aldeilis ekki. Í þessu tölublaðinu sem gefið er út rétt eftir að Davíð, vinur okkar, Oddsson lýsti því yfir að hann ætlaði að halda áfram að valta yfir okkur, hann ætlaði bara að skipta um vettvang og fara í utanríkisráðuneytið. Þetta var stór frétt og tók mikið pláss í fjölmiðlum og í þjóðfélagsumræðunni. Sumir voru vonsviknir yfir því að losna ekki við hann en við hin vörpuðum öndinni léttar yfir því að hann færi ekki að snúa sér að ritstörfum. Í þessu tímarti er spurning dagsins og spurt er: Hver verður næsti utanríkisráðherra landsins? Þetta er ekta “Jaywalk” spurning. Af þeim fimm persónum sem spurðar voru vissu aðeins tvær að Davíð yrði næsti utanríkisráðherra. Þetta væri í raun nóg fyrir Jay Leno, hann myndi bara sýna þær þrjár persónur sem svöruðu rangt. Til að toppa heimskuna í heimsku offitusjúklingunum frá Íslandi stóð fyrir neðan svörin. ,,Rétt svar: Halldór Ásgrímsson.” Eru Íslendingar ekki æðislegir? Við erum að sjálsögðu þjóðin sem vann Þorskastríðið víðfræga og vorum fyrst í heimi sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens. Gott ef það erum ekki við sem eigum heiðurinn af öllu ljótu konunum á Englandi. Með þennan alþjóða sess er ekki annað en eðlilegt að við hæðumst af heimsku þjóðar sem er nú ekki nema eina stórvedið í heiminu, helsta framfaraþjóð heims á svo gott sem öllum sviðum vísinda.”

Ég var orðinn rauður í framan og Jóhann var orðinn annsi skelkaður á svip. Hann lét þó ekki slá sig útaf laginu heldur kom til baka og sagði;

Jóhann: ,,Tómas, Tómas, Tómas… þetta er bara eitt tölublað af einhverju ókeypis tímariti. Við sjáum heimsku Bandaríkjanna í öllum þáttum og fréttatímum.”

Ég: ,,Jóhann!” Öskraði ég. ,,Ertu virkilega svo blindur að þú haldir að sjónvarpið endurspegli veruleikann? Svo er þetta ekki bara eitt tölublað, opnaðu nýjasta tölublaðið af Orðlaus og gráttu. Fréttirnar endurspeglast af því að við erum að dæma aðgerðir eins menningarheims útfrá okkar eigin. Sérðu ekki rökleysuna?”

Ég var staðinn upp og var kominn langleiðina inn í eldhús. Þar fann ég ómerktapilluglasið sem ég hafði keypt af einhverjum gaur vegna þess að lyfin voru farin að verða svo dýr. Hverju skiptir hvað þetta er… Prosac, Xanax, panodil… er þetta ekki allt sama ruglið. Ég skellti í mig tveimur töflum og skömmu síðar fór Jóhann. Ég veit ekki hvert hann fór en hann var allavega ekki lengur í sófanum. Doritos pokinn minn var hinsvegar búinn.

– – – –

Þetta er að sjálfsögðu eintómt bull, minn ímyndaði vinur er auðvitað ekki frá Bolungarvík. En málið er hinsvegar þetta. Lítum í eigin barm, erum við eitthvað gáfaðri en Bandaríkjamenn? Kunnum við eitthvað betur að fara með móðurmálið okkar en þeir með sitt? Erum við á einhvern hátt betri en Bandaríkjamenn? Svarið er að sjálfsögðu nei! Gott dæmi er þessi grein, ég ákvað að láta ekki tölvuforrit forritað af Bandaríkjamönnum fara yfir greinina heldur hafa stafsetningar- og málfræðivillurnar í henni, við erum jú öll mannleg. Gerum okkar mistök og getum ómögulega vitað allt. Við verðum að passa okkur að ana ekki út í alhæfingar um heila þjóð útfrá dæmisögum og sjónvarpi. Við vitum betur, er það ekki?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið