[SamViskan] Skammsýni stjórnvalda varðandi ESB gæti stórskaðað hagsmuni Íslands

Í ný útkomnu fréttabréfi Ungra jafnaðarmanna, SamViskan, þar sem fjallað er um það helsta sem er að gerast í starfi Ungra jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar birtist eftirfarandi pistill eftir formann ungliðahreyfingarinnar, Andrés Jónsson. Í ný útkomnu fréttabréfi Ungra jafnaðarmanna, SamViskan, þar sem fjallað er um það helsta sem er að gerast í starfi Ungra jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar birtist eftirfarandi pistill eftir formann ungliðahreyfingarinnar, Andrés Jónsson.

Það eru blikur á lofti hvað varðar framtíðarefnahag Íslendinga. Afturhaldssöm einangrunar-stefna ríkisstjórnarinnar getur mögulega orðið okkur dýrkeypt ef svo fer sem fram sem horfir að EES samningnurinn líði undir lok. Síðasta skoðanakönnun sem gerð hefur verið á afstöðu Norðmanna til aðildar að Evrópusambandinu sýnir að hlutfall aðildarsinna þar í landi vex stöðugt. Könnunin leiðir í ljós að um 60% Norðmanna vill sækja um aðild strax og andstæðingum hefur hríðfækkað. Þegar litið er til þess að þingkosningar eru í Noregi á næsta ári þar sem aðildin að Evrópusambandinu mun verða eitt helsta kosningamálið þá er ekki laust við að það fari að fara um mann. Staða Íslands gæti breyst á sama sem einni nóttu. Fróðir menn meta það svo það Norðmenn gæti verið komnir inn í Evrópusambandið innan 2-3 ára. Samingur Norðmanna frá því að kosið var um aðild síðast liggur fyrir og stefna norskra stjórnvalda um að taka þátt í ýmsu valkvæðu starfi ESB hefur gert það að verkum að þeir geta gengið inn nánast fyrirvaralaust. Ísland væri þá komið í þá stöðu að þurfa að semja eitt um tvíhliða samning við ESB. Og þeir samningar væru gerðir í skugga stöðu sem væri gerólík þeirri sem uppi var þegar að EES samningurinn var gerður á sínum tíma. Sú þvermóðska og oft beinar rangfærslur sem sumir stjónarliðar fara með í umræðunni um Evrópusambandið gera íslenska kjósendur ekki móttækilegri fyrir þeirri breyttu stöðu sem nú virðist vera uppi. Afstaða íslenskra stjórnvalda er því bæði hættuleg og óábyrg í senn.

Þyrnirós vaknaði úrill
Það má segja að Halldór Ásgrímsson hafi loksins vaknað til lífsins á ráðstefnu um sjávarútvegsmál sem haldin var á Akureyri fyrir skömmu. Forsætisráðherrann nýbakaði hefur sofið værum Þyrnirósarsvefni í málefnum Íslands gagnvart ESB allt frá því að hann hélt fræga ræðu í Berlín fyrir nokkrum árum. Hann reifaði þá möguleikann á því að Íslendingar gætu með samningum haft áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB. Þessum möguleika hafa öfgaþjóðernissinnar í Sjálfstæðisflokknum dregið úr sem mest þeir máttu því þeir óttast að íslenskir kjósendur sjái hversu mikil áhrif þeir geti fengið með aðild að ESB. Áhrif og völd sem lítill hópur Sjálfstæðismanna vill halda hjá sér og útdeila meðal einkavina sinna líkt og öðrum embættum og bitlingum sem þeir ráða yfir. Sannleikurinn er sá að Íslendingar gætu náð gríðargóðum árangri innan ESB. Og það er einnig staðreynd að Íslendingar gætu haft mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu Sambandsins. Í EES samningnum er ákvæði sem skyldar framkvæmdastjórn ESB til að kynna sjónarmið Íslands í stefnumótun um slík stærri mál. Með smá raunsæi og örlítið af metnaði hefði íslenska getað verið búinn að búa í haginn fyrir þann dag sem nær allir eru sammála um að renni upp fyrr eða seinna – dagurinn sem Ísland getur ekki lengur staðið fyrir utan þetta merka bandalag öflugra Evrópuþjóða.

Kostirnir fleiri en gallarnir – og það má vinna í göllunum
Ungir jafnaðarmenn hafa sett ESB-aðild á oddinn um langa hríð. Við viðurkennum fúslega að stefna Sambandsins í sjávarútvegi er ekki gallalaus. En í stað þess að berja hausnum við steininn eins og stjórnvöld hafa kosið að gera þá viljum við að stefnunni verði breytt. Það kostar vinnu og útsjónasemi og við hljótum því vona að gagnrýni forsætisráðherrans á Akureyri sé merki um að hann sé vaknaður til lífsins og ætli sér nú að nýta þau færi sem bjóðast til að gæta hagsmuna Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Hagsmunum sem við teljum að sé best gætt innan Sambandsins.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið