Fjölmiðlaflóran á Fróni

Það má segja að nú ríki hvort tveggja gullöld og hallæri í fjölmiðlaflóru landsmanna. Dagblöð eiga í fjárhagserfiðleikum, útvarpsstöðvar koma og fara í hverjum mánuði, vefmiðlar eru ekki upp á marga fiska og deilan um hlutverkaskiptingu sjónvarpsstöðva virðist aldrei ætla að taka enda. Það er sama hvert litið er, vart er til sá fjölmiðill á Íslandi sem stendur á traustum fjárhagsstoðum, þó ýmislegt kunni að vera að breytast með atburðum núna síðustu daga. Samkeppnin á meðal fjölmiðla hefur ekki verið jafn hörð í mörg ár og hart er barist. Það má segja að nú ríki hvort tveggja gullöld og hallæri í fjölmiðlaflóru landsmanna. Dagblöð eiga í fjárhagserfiðleikum, útvarpsstöðvar koma og fara í hverjum mánuði, vefmiðlar eru ekki upp á marga fiska og deilan um hlutverkaskiptingu sjónvarpsstöðva virðist aldrei ætla að taka enda. Það er sama hvert litið er, vart er til sá fjölmiðill á Íslandi sem stendur á traustum fjárhagsstoðum, þó ýmislegt kunni að vera að breytast með atburðum núna síðustu daga. Samkeppnin á meðal fjölmiðla hefur ekki verið jafn hörð í mörg ár og hart er barist.

Offramboð á fjölmiðlum
Íslenska þjóðin fær þó vissulega sinn skammt af upplýsingum og margfalt það. Hún hefur kost á þremur dagblöðum, tíu sjónvarpsstöðvum, og útvarpsstöðvum sem eru í dag á annan tug. Það má vel deila um mikilvægi þessa framboðs á svo litlum markaði. Eru þá ótaldir bæði netmiðlar og textavarp.

Óendanlegt hallæri
Hlutverk RÚV er umdeilt. Margir eru á þeirri skoðun að ríkisútvarp eigi að vera leiðandi í óháðum fréttaflutningi hér á landi. Þótt Ríkisútvarpið innheimti afnotagjöld af öllum sjónvarpstækjum landsins og sé ráðandi á auglýsingamarkaði dugar það ekki til. Hundruð milljóna króna halli er á fyrirtækinu ár eftir ár, jafnvel þrátt fyrir Gísla Martein og Spaugstofuna. Háðari fjölmiðill fyrirfinnst varla. Afnotagjaldaumræðan er vissulega þreytt en það er kominn tími til að RÚV finni sér fleiri fjármögnunarleiðir og að Alþingi beiti sér fyrir hvers konar fyrirtæki það eigi að vera. Með styrkingu Norðurljósa verður samkeppnin við Stöð 2 enn erfiðari en áður.

Darraðardans DV
Þá að öðrum háðum fjölmiðlum. Þegar DV var selt í hendur Fréttablaðsins á dögunum var mörgum brugðið. DV hafði misst lesendur sína í hendur annarra fjölmiðla enda var blaðið orðið heldur frábrugðið því sem áður var. Ekki aðeins höfðu samkeppnisblöðin tekið upp á að koma út á mánudögum, heldur birtu þau einnig smáauglýsingar sem áður höfðu verið aðalsmerki DV. DV var síðar selt í hendur óvinanna og Fréttablaðsmenn mega þó kalla sig ótrúlega lánsama að hafa klófest rústir þess sem áður hét Dagblaðið – Vísir. Þeir hafa, líkt og Morgunblaðið, nýlega fjárfest í veigamiklum prentsmiðjum sem þeim er áfátt í að nýta sem best.

Trúverðug samkeppni?
Það verður þó athyglisvert að fylgjast með framgangi mála í dagblaðaumræðunni. DV hefur þrátt fyrir skakkaföll sín skapað sér óhagganlegt nafn í íslenska fjölmiðlageiranum og framtíðin er björt í Skaftahlíðinni. Nýir ritstjórar eru þekktir fyrir atorkusemi í þjóðmálaumræðunni og hafa lofað lesendum sínum óháðum og flugbeittum fréttaflutningi. Lesendur láta þó verkin tala og brátt skýrist hvort við ættum að taka orð þeirra trúanleg. Aftur á móti verður athyglisvert að fylgjast með samkeppni Fréttablaðsins og DV. Nú þegar bæði blöðin eru komin undir sama þak, þykir okkur lesendum harla strembið að fylgjast með samkeppninni og telja hana trúverðuga að öllu leyti. E.t.v. ættum við líka óska Morgunblaðsfólki alls hins besta, enda samkeppnisstaða þeirra orðin heldur veikari en áður.

Þær miklu hræringar sem eru nú á íslenskum fjölmiðlamarkaði munu vonandi skila okkur farsælli þjóðmálaumræðu en verið hefur undanfarin misseri. Meginverkefnið er að mínu mati að finna RÚV þann sess sem því ber sem flaggskipi íslenskra fjölmiðla. Við skulum vona að nýr menntamálaráðherra hafi til þess þor og kjark. Það verður spennandi að sjá hvort hinn ungi ráðherra taki flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand