Steinum kastað úr glerhúsi

Nýverið birtist á heimasíðu Ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík grein sem ber heitið: ,,Lýðræðið í Samfylkingunni”. Þar fjallar höfundur í framhaldi af landsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um hvernig staðið er að vali á forystu flokksins. Undirrituðum þótti inngangsorðin í greininni nokkuð kómísk, en þar minnist höfundurinn á Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi rétt áður en hann ætlar að fara að gagnrýna flokk fyrir að vera ólýðræðislegan. En öll munum við eftir prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar í vor þar sem kjörkassar voru á fleygiferð um kjördæmið og fólk gat m.a. kosið í skipum sem lágu við bryggju. Nýverið birtist á heimasíðu Ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík grein sem ber heitið: ,,Lýðræðið í Samfylkingunni”. Þar fjallar höfundur í framhaldi af landsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um hvernig staðið er að vali á forystu flokksins. Undirrituðum þótti inngangsorðin í greininni nokkuð kómísk, en þar minnist höfundurinn á Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi rétt áður en hann ætlar að fara að gagnrýna flokk fyrir að vera ólýðræðislegan. En öll munum við eftir prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar í vor þar sem kjörkassar voru á fleygiferð um kjördæmið og fólk gat m.a. kosið í skipum sem lágu við bryggju.

Össur og Ingibjörg réttkjörin
Höfundi finnst val á formanni og varaformanni Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins vera ólýðræðislegt, en í lögum Samfylkingarinnar segir: ,,30 dögum fyrir boðaðan landsfund skal efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu um kosningu formanns og varaformanns Samfylkingarinnar. Allir skráðir félagar hafa rétt til að greiða atkvæði í kjöri forystunnar.” Össur Skarphéðinsson bauð sig fram til áframhaldandi formennsku og þar sem hann var einn í framboði var hann sjálfkjörinn – og það sama átti við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem bauð sig fram til embættis varaformanna Samfylkingarinnar.

Í greininni á Frelsi.is segir: ,,Kosningakerfi Samfylkingarinnar er að þessu leyti gjörólíkt því sem t.d. er hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar eru í raun allir í framboði sem á fundinum eru. Landsfundarfulltrúar fá í hendur autt blað og skrifa á það nafn þess sem kjósa skal til formennsku og varaformennsku. Er hægt í raun að skrifa hvaða nafn sem er á það blað. Ekki er hægt að hafa fyrirkomulag kosningarinnar betra að mínu mati. Kjörnir landsfundarfulltrúar kjósa á landsfundi forystu sína og þetta býður upp á meiri spennu en ella væri.” Kosningarnar hjá Samfylkingunni eru víst ekki nógu spennandi, en þegar Davíð Oddsson og Geir Haarde eru einir í framboði til formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins er spennan yfirgengileg – eða hvað?

Við þetta má bæta að þau Elín Björg Jónsdóttir, Eyjólfur Sæmundsson og Stefán Jón Hafstein voru kosin ritari, gjaldkeri og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar með sama hætti og forysta Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin hefur eins og áður sagði notað aðra aðferð við val á formanni og varaformanni flokksins og sú aðferð er langt því frá að vera ólýðræðisleg – hún er lýðræðisleg.

Heimdallur og lýðræði?
Það sem vakti strax athygli undarritaðs áður en hann las greinina var titill hennar ,,Lýðræðið í Samfylkingunni” og að greinin skyldi birtast á vefriti Heimdallar, félagi Ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. En Frelsi.is er vefrit félagsins og helsta málgagn þess. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að frá félaginu skuli berast gagnrýni á önnur stjórnmálasamtök fyrir að vera ólýðræðisleg, en öll þekkjum við farsann í kringum stjórnarkjör Heimdalls í októberbyrjun. Voru það lýðræðisleg vinnubrögð þegar stjórnarmeðlimir félagsins lýstu opinberlega yfir stuðningi við annað framboðið fyrir kosningarnar? Voru það lýðræðisleg vinnubrögð þegar stjórn félagsins neitaði yfir 1000 einstaklingum, sem flestir voru stuðningsmenn hins framboðsins inngöngu í félagið rétt fyrir kosningarnar í byrjun október? Dæmi nú hver fyrir sig.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand