Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador

Þessu hefur Samfylkinginn tekið harða afstöðu gegn. Við mælum fyrir umræðustjórnmálum og viljum að góðar hugmyndir sem þjóna hagsmunum samfélagsins fái brautargengi sama hver leggur hana til. Á tyllidögum segjum við stolt frá þessari hugsjón okkar og stjórnartækni – allir fái að vera með og allir hafi aðgang að því að leggja fram góðar hugmyndir. Það á ekki að vinna gegn neinum þótt hann aðhyllist aðrar lífsskoðanir eða tilheyri öðrum fylkingum en okkar eigin. Með víðtækri samvinnu allra má ná fram betri og þróaðri hugmyndavinnu en aðrir flokkar geta státað sig af.
Ég er staddur á stað þar sem línan liggur … svo hljómar speki hins ágæta listamanns Bubba Morthens, ég verð að segja fyrir mitt leiti þá hefur þetta lag haft gríðarlega mikil áhrif á mig allt frá því að ég man eftir að hafa haft áhuga á pólitik.

Lífið er nefnilega ekki eins svart og hvítt og margir vilja láta af liggja. Það er mikil synd að íslenskri pólitík virðist uppruni hugmynda skipta öllu máli – dæmin einfaldlega sanna það. Ef horft er á alþingi þá er e.t.v. nærtækasta dæmið frumvarp Ágúst Ólafs Ágústssonar um afnám fyrningarfrests á kynferðisafbrotum gegn börnum. Í einfaldleika mínum gerði ég mér vonir um að það þarfa mál sem varðar hagsmuni þúsundir fólks sem hefur orðið fyrir barðinu á kynferðisofbeldi og hefur ekki neinn möguleika á að leita réttar síns vegna löngu úreldrar laga um kynferðisbrot. Málið myndi einfaldlega vera sett í einhversskonar forgang og færi tiltölulega hratt í gegn. Það hefur hinsvegar ekki gerst heldur hefur allt verið gert til þess að kæfa þetta mál í nefndum, þessari aðferð er beitt vegna þess að í eðli sínu er frekar erfitt að samþykja ekki þessa breytingu á löggjöfinni Það er því taktísk ákvörðun stjórnarflokkana að kæfa málið og tefja.

Þessu hefur Samfylkinginn tekið harða afstöðu gegn. Við mælum fyrir umræðustjórnmálum og viljum að góðar hugmyndir sem þjóna hagsmunum samfélagsins fái brautargengi sama hver leggur hana til. Á tyllidögum segjum við stolt frá þessari hugsjón okkar og stjórnartækni – allir fái að vera með og allir hafi aðgang að því að leggja fram góðar hugmyndir. Það á ekki að vinna gegn neinum þótt hann aðhyllist aðrar lífsskoðanir eða tilheyri öðrum fylkingum en okkar eigin. Með víðtækri samvinnu allra má ná fram betri og þróaðri hugmyndavinnu en aðrir flokkar geta státað sig af.

En þegar á reynir er þetta raunin? Eru við trú orðum okkar?
Því miður ekki af öllu leiti, svartasti blettur lýðræðis innan Samfylkingarinnar er samstarf okkar innan Reykjavíkurlistans. Lýðræðisvitund innan þess samstarfs er ekki mikil, jafnvel ekki til staðar.

… Lækurinn sem rann svo tær er orðinn drullufor!

Reykjavíkurlistinn er klassískt dæmi um höfuðlausan búk sem riðst áfram af þeirri einni hugsjón að lifa af. Framtíðarsýn Reykjavíkurlistans er engum ljós nema þá þessum átta borgarfulltrúum sem gagngert hafa unnið að því að stýja sig frá samstarfsflokkunum og sínu baklandi. Reykjavíkurlistasamstarfið er engum af þeim flokkum sem í því starfa til sóma. Samfylkingin sem annars er opin og breið fylking fólks sem ekki finnur sig sífelt knúið að fylgja hinni sterku rödd foringjans, heldur er gagnrýnin og á stefnu, vinnulag og skoðanir flokksins, á ekki undir nokkrum kringustæðum að brennimerkja sig því drullufori sem Reykjavíkurlistinn er orðinn.

Það er svosem ekki við öðru að búast af valdasamstarfi sem var m.a stofnað útfrá þeirri hugsjón að koma fálkanum frá. Hugsjónir og málefni hafa fengið að víkja innan Reykjavíkurlistanns, límið nú er viljinn til valda.

Samfylkingin á að vera trú afstöðu sinni gegn ólýðræðislegum vinnubrögðum, jafnvel þegar okkar völd eru tryggð með þeim.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand