Baráttan um borgina – og flugvöllinn

Ekki fer á milli mála að kosningaslagurinn í borginni er hafinn. Sjálfstæðismenn virðast loksins vera búnir að átta sig á því að fólk er hætt að hlusta á tuð þeirra um meinta skuldasöfnun borgarinnar og bága fjárhagsstöðu. Greinilega var kominn tími til að breyta um taktík og komu þeir nýlega fram með tillögur um uppbyggingu byggðar á eyjunum við Reykjavík. Ekki fer á milli mála að kosningaslagurinn í borginni er hafinn. Sjálfstæðismenn virðast loksins vera búnir að átta sig á því að fólk er hætt að hlusta á tuð þeirra um meinta skuldasöfnun borgarinnar og bága fjárhagsstöðu. Greinilega var kominn tími til að breyta um taktík og komu þeir nýlega fram með tillögur um uppbyggingu byggðar á eyjunum við Reykjavík.

Þessar tillögur, eins góðar eða slæmar sem þær eru, hafa ýtt við umræðunni um skipulagsmál í Reykjavík sem er vel. Það er mál manna að komandi borgarstjórnarkosningar muni að mestu leyti snúast um þau. Stefán Jón Hafstein reifaði síðan tillögur um tengingu miðborgarinnar við Reykjanesið m.a. með jarðgöngum. Þar með myndi ferðatíminn til Keflavíkur styttast gríðarlega. Þetta yrði um leið góð málamiðlun milli borgar og dreifbýlis auk þess sem þessi nálægð við alþjóðaflugvöll yrði mikill kostur fyrir uppbyggingu miðborgarinnar og háskólasamfélagsins sem reisa á í Vatnsmýrinni. Það er deginum ljósara að enginn sátt mun nást um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur að óbreyttu. Ferðatímann þangað yrði að stytta með bættum samgöngum hvort sem það verður í formi jarðgangna, hraðlesta eða skilvirkari umferðarmannvirkja. Hugmyndir um byggingu nýs flugvallar í nálægð borgarinnar er að mínu mati fráleitar og lítið vit í að láta skattpeninga borgaranna fara í rekstur tveggja stórra flugvalla á svo litlu svæði. Rekstur flugvalla er gríðarlega dýr og ef svo færi að Bandaríkjamenn myndu pakka saman yrði rekstur Keflavíkurflugvallar nógu þungur baggi.

Tillögur Sjálfstæðismanna um eyjabyggð eru að mínu mati ekki slæmar í sjálfu sér. En þær mætti gjarnan leggja á hilluna þar til að landið í Vatnsmýrinni verður fullnýtt.

Framundan eru spennandi borgarstjórnarkosningar þar sem skipulagsmálin, sem varða okkur öll, verða vonandi loksins sett á oddinn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand