Þegar iðnaðarráðherra gekk af göflunum

Hvað var það svo sem ergði ráðherrann mest? ,,Kratinn” sagði að Framsóknarflokkurinn væri að þurrkast út. Það er rétt og ber að benda á þróun fylgis við flokkinn samkvæmt skoðanakönnunum frá 2003. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn væri lítill og hefði of mikil völd. Eru einhverjir aðrir en Framsóknarmenn sem neita því? Valgerður segir líka að hún vilji ekki fara niður á plan Samfylkingarinnar í skrifum sínum. Mér sýnist á grein hennar að erfitt verði fyrir nokkurn mann, Samfylkingarmann sem aðra að komast niður á það plan sem þessi grein hennar ber vott um. Heimasíður Framsóknarmanna hafa löngum farið hjá garði í vefsíðulestri mínum. Þó kom að mér var bent sérstaklega á grein sem hæstvirtur iðnaðarráðherra skrifaði á heimasíðu sína í júlí. Þessi grein var athyglisverð lesning. Það er sjaldgæft að sjá atvinnustjórnmálamann og ráðherra ganga svo mjög af göflunum eins og lýsir sér í þessum skrifum. Tilefnið var að ,,gamall krati!” eins og Valgerður kallaði greinarhöfund vogaði sér að hnýta smávegis í Framsóknarflokkinn. ,,Krata” þessum var helst gefið að sök að vera einn helsti stuðningsmaður Samfylkingarinnar og hafa verið í virku pólitísku starfi einhverntíman á síðustu öld. Það er augljóst að ráðherrann er haldinn alvarlegum fortíðarvanda sem lýsir sér í að gera að umræðuefni áratuga gamla atburði og heimfæra þá upp á ,,gamla kratann”. Hún gerir að sérstöku umtalsefni meintar ásakanir á hendur gamalla Framsóknarmanna þar sem þeim var kennd aðild að morðum og sprúttsölu. Ráðherrann kemst að því af mikilli ,,yfirvegun og skynsemi” að þessi ,,gamli krati” hljóti að hafa átt þátt í þessu miðað við aldur og fyrri störf. Þetta segir hún væntanlega til að gera hann ómarktækan þar sem hann telur Framsóknarflokkinn vera að þurrkast út. Hvaða samhengi er þarna á milli er mér og fleirum óskiljanlegt. Ráherrann telur að þessi skítmennska að ráðast á Framsóknarflokkinn hafi aukist stórlega við formannsskiptin í Samfylkingunni. Vegir sálarlíf ráðherrans eru órannsakanlegir. Annars ber grein Valgerðar vott um mjög alvarlegan fortíðarvanda sem lýsir sér í mjög svo barnalegum samsæriskenningum sem fram koma í þessari grein. Samlíkingar hennar varða atburði sem gerðust fyrir 10 – 40 árum síðan sem sýnir hversu nærri í tíma hugsanir hæstvirts iðnaðarráðherra eru.

Hvað var það svo sem ergði ráðherrann mest? ,,Kratinn” sagði að Framsóknarflokkurinn væri að þurrkast út. Það er rétt og ber að benda á þróun fylgis við flokkinn samkvæmt skoðanakönnunum frá 2003. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn væri lítill og hefði of mikil völd. Eru einhverjir aðrir en Framsóknarmenn sem neita því? Valgerður segir líka að hún vilji ekki fara niður á plan Samfylkingarinnar í skrifum sínum. Mér sýnist á grein hennar að erfitt verði fyrir nokkurn mann, Samfylkingarmann sem aðra að komast niður á það plan sem þessi grein hennar ber vott um.

Ég skora á menn að lesa pistil ráðherrans. Mér finnst sem þessi pistill sé gott dæmi um efni sem skrifað er í hamslausu reiðikasti þar sem öll rökhugsun og samhengi er látið lönd og leið. Þetta er akkúrat svona pistill sem maður á að skrifa til að fá útrás og geyma síðan. Flestir mundu síðan henda þessa háttar efni við nánari skoðun. Það væri ráð fyrir hæstvirtan ráðherrann að koma nú til okkar í nútímanum og takast á um málefni dagsins í dag, t.d. slaka efnahagsstjórn, stórkostleg umhverfisslys, dugleysi forsætisráðherrans og þess háttar, sem skiptir máli í nútímanum. Það sem hún vill fjalla um árið 2005 er efni sem hæfir sagnfræðingum fortíðarinnar að fást við.

Jón Ingi Cesarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri
greinin birtist nýverið á vefsíðu Samfylkingarinnar á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand