Framtíðin í borginni

Þess vegna vil ég biðja flokkana að koma nú með einhverjar raunhæfa kosti í skipulagsmálum sem hægt er að framkvæma á næstu fjórum árum. Ég vil frekar fá að kjósa um einhverjar leiðir í skipulagsmálum en hvernig byggð menn sjá fyrir sér eftir 25 ár. Jæja, núna er loksins komin mynd á komandi borgarstjórnarkosningar og hvaða flokkar og kosningabandalög verða í boði. Við förum þá væntanlega að sjá stefnumál og áhersluatriði flokkana fljótlega. Í sveitarstjórnarmálum eru það oft skipulagsmál sem ráða úrslitum hvar X lendir á kjördag, allavega finnst mér það skipta máli. Að því tilefni langar mig því vinsamlegast að biðja flokkana að bjóða okkur kjósendum eitthvað sem við getum kosið um. Það er nefnilega oft þannig að helstu kosningamál flokkanna snúast um eitthvað sem snertir okkur lítið sem ekkert á næstunni. Ég man t.d. ekki betur en að tvennum síðustu borgarstjórnarkosningum hafi aðalmálið verið hvað ætti að gera við Geldinganes! Ég get nú ekki sagt að mikið sé að gerast þar þessa stundina og skiptir þá litlu hvort planið var að hafa blandaða byggð eða ekki. Ekkert hefur verið gert þar ennþá af R-listanum og einhvern veginn grunar mig að sjálfstæðismenn hefðu ekki gert neitt meira þar, allavega hef ég ekki heyrt þá tala mikið um þetta blessaða nes nýlega.

Núna virðist eitthvað svipað vera á ferðinni. Sjálfstæðismennirnir komu með tillögu um byggð á eyjunum í kringum Reykjavík. R-listinn varð að svara og Stefán Jón Hafstein skaut þeirri hugmynd fram að gera brú frá Suðurgötu og yfir á Álftanes og færa flugvöllinn þangað. Báðar þessar tillögur eru alls ekki vitlausar en þetta er samt eitthvað sem á að gerast í mjög fjarlægðri framtíð. Byggðin á eyjunum ætti að vera tilbúin í kringum 2030, sögðu sjálfstæðismenn kokhraustir. Brúin hans Stefáns er álíka fjarlægur möguleiki.

Þess vegna vil ég biðja flokkana að koma nú með einhverja raunhæfa kosti í skipulagsmálum sem hægt er að framkvæma á næstu fjórum árum. Ég vil frekar fá að kjósa um einhverjar leiðir í skipulagsmálum en hvernig byggð menn sjá fyrir sér eftir 25 ár.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið