Er sykurskattur nauðsynlegur?

Offitu”faraldurinn” sem sagður er geysa um landið hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu, og heilsuspekúlantar með Lýðheilsustöð í broddi fylkingar hafa haldið fram að svokallaður sykurskattur á matvæli sé allra meina bót og eðlileg viðbrögð við þyngdaraukningu þjóðarinnar. Offitu”faraldurinn” sem sagður er geysa um landið hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu, og heilsuspekúlantar með Lýðheilsustöð í broddi fylkingar hafa haldið fram að svokallaður sykurskattur á matvæli sé allra meina bót og eðlileg viðbrögð við þyngdaraukningu þjóðarinnar.

Vantar okkur kannski ,,kostnaðarvitund” til að verða grönn og spengileg?
Ætli það sé allra meina bót að hækka verð á ákveðnum matvörum? Er rétt að grenna of þunga, fátæka manneskju með því að láta hana neyðast til þess að sleppa því að kaupa sætar matvörur þar eð ellegar verður hún gjaldþrota? Á að gera sykraðar matvörur minna spennandi en þær heilsusamlegu með því að bæta núllum fyrir aftan tölurnar á verðmiðunum þeirra?

Þetta eru áhugaverðar spurningar. Ég veit ekki hvort að það sé almenn skoðun Lýðheilsustöðvar að matarverð almennt sé of lágt á Íslandi, sem ég efast reyndar um þar sem það blasir við að það gerist varla hærra. Samkvæmt því myndi maður hugsanlega ætla að Íslendingar einfaldlega borðuðu minna af mat almennt en aðrar þjóðir í ljósi hás vöruverðs, en svo virðist þó ekki vera. Og ekki kemur hátt verð á áfengi í veg fyrir það að við neytum þess í óhófi þó að buddan léttist umtalsvert í hvert sinn sem við skreppum í Ríkið.

Óbeint át?
Margir vilja láta banna reykingar á fleiri stöðum en nú, til dæmis á veitinga- og kaffihúsum í ljósi þess að reykingar skaða ekki bara þann sem reykir heldur líka þá sem nálægt eru og anda að sér reyknum. Slík rök eru ekki fyrir hendi í baráttunni gegn offituvandanum. Offitusjúklingur sem hámar í sig pungsveittum hamborgurum í kílóatali og skolar niður með mörgum lítrum af gosi skaðar ekki aðra í kringum sig á veitingastað. Það er lítil ástæða til að draga í efa að hann veldur sjálfum sér skaða og hver veit nema honum liði betur ef hann væri grannur og spengilegur? En til þess að fá hann af hinum breiða vegi óhófsins (sem hann þó getur vel hafa valið sér sjálfur verið sáttur við) væri miklu betra að lækka verð á hollari matvörum og hvetja á jákvæðari hátt til heilbrigðs lífernis en að leggja auka gjald á þær matvörur sem hann er hugsanlega hvað sólgnastur í.

Engar refsingar takk
Almenningur þarf ekkert að gjalda fyrir offitufaraldurinn með því að neyðast til þess að sleppa að versla sætar matvörur, hvorki þeir sem nú þegar glíma við offitu né þeir sem gera það ekki. Ekki frekar en að háskólanemar þurfi að greiða morðfjár fyrir nám sitt til þess að flosna ekki úr námi eða falla á prófum. Hvatning til heilbrigðs lífernis og ástundunar í námi er alls ólík refsingar fyrir að stunda hvorugt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand