Þegar ég fór til Valhallar

Um daginn fór ég til Valhallar. Þá er ég ekki að meina að ég hafi dáið í bardaga, verið sótt af valkyrjum og flutt að heiðnum sið til Valhallar goðfræðinnar, heldur er ég að tala um Valhöll Sjálfstæðismanna við Háaleitisbraut. Tilefnið var sýning Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á myndinni 9/11 Farenhype, andsvari Repúblíkana við mynd Michaels Moors, 9/11 Fareinheit. Um daginn fór ég til Valhallar. Þá er ég ekki að meina að ég hafi dáið í bardaga, verið sótt af valkyrjum og flutt að heiðnum sið til Valhallar goðfræðinnar, heldur er ég að tala um Valhöll Sjálfstæðismanna við Háaleitisbraut. Tilefnið var sýning Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á myndinni 9/11 Farenhype, andsvari Repúblíkana við mynd Michaels Moors, 9/11 Fareinheit.

Í myndinni komu fram meiri og minni spámenn úr röðum Repúblikanna sem lýstu yfir dásemdum Íraksstríðsins og rifu í sig áðurnefnda heimildarmynd Moores. Endirinn á Farenhypinu var einstaklega væminn. Þjóðsöngur, stjörnur og rendur í massavís, Ameríkanar sem stóðu upp, lögu hönd á hjarta og sögðust vilja deyja fyrir föðurlandið. Mér leið eins og 4. júlí hefði ælt á skjáinn, seig niður í leðurklætt Vallhallarsætið og sundlaði. Í blálokin á myndinni kom svo suðurríkjaþingmaður sem var staddur á sveitasetri sínu, með káboj hatt á höfði. Hann útlistaði fyrir áheyrendum að fyrr um sumarið hefði hann verið að taka til í garðinum á sveitasetrinu þegar hann rakst á nöðru. Hann sagðist sko ekki hafa beðið nöðruna vinsamlegast um að fara, heldur slegið hana í hausinn með skóflu og steindrepið hana. Það sama gilti um hryðjuverkamenn og stríðið gegn hryðjuverkum í hans huga. Drepa þetta með skóflu. Nú hef ég að vísu aldrei hitt Íraka né hryðjuverkamann, en ég er nokkuð viss að hvorugir séu af skriðdýraætt.

Að vera málefnalegur
Eftir myndina voru svo umræður. Sá fyrsti sem tók til máls byrjaði á að lýsa yfir ánægju með gerð myndarinnar, það væri nauðsynlegt að kynna sér báðar hliðar á hverju máli til að geta myndað sér vel rökstudda skoðun og svo framvegis. Þetta gat ég vel tekið undir, hrósaði í huganum SUSaranum og ímyndaði mér að ef til vill yrðu þetta hinar málefnalegustu umræður. Eða ekki. Málefnalegi SUSarinn endaði mál sitt á að lýsa yfir að afturhaldskommatittar hefðu sko engan áhuga á að kynna eitt né neitt sem ekki samræmdist þeirra þröngsýnu skoðun. ,,Og ég þori að veðja að hér er sko enginn jafnaðarmaður” endaði hann mál sitt og hló svo undir tók í Valhöll.

Að sjálfsögu tekur maður slíkum hlutum ekki með þegjandi þögninni. Ég var að vísu í vonlausri stöðu, eina stelpan (gaf fordómum mínum um að Sjálfstæðisflokkurinn sé karlamafía byr undir báða vængi) og eini afturhaldskommatitturinn á svæðinu, en ég lét það ekkert á mig fá og hellti mér út í brennheitar umræður við SUSarana um Íraksstríðið, áróður og Bush.

Það er skemmst frá því að segja að umræðurnar voru frekar einsleitar og lítið fór fyrir málefnalegum flutningi. Það sem kom mér samt mest á óvart var einstrengislegur málflutningur SUSaranna. Hugtök eins og ,,íslamfasimsi”, Írak = þriðja ríkið og o.s.frv. voru mjög ofarlega á baugi. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir sem héldu slíku fram væru í alvörunni svo heimskir að alhæfa að öll arabalönd styddu þennan ,,íslamfasima” og hvort þeir tryðu virkilega á að eitt ríki ætti að hafa vald og forræði til að þröngva sínu stjórnkerfi, sínu frelsi uppá önnur lönd. Þó svo að það kostaði mannslíf í gámavís, borgarastyrjöld og almenna óhamingju.

Íslamfasismi
Öll mál sem snerta samskipti íslamska og kristna heimsins eru afar brothætt og ég ætla ekki að fara nánar í saumana á þeim hérna. Hins vegar ætla ég að leyfa mér að fullyrða að rót vandans liggur í skorti á umburðarlyndi beggja vegna Biblíunnar. Mér gjörsamlega blöskraði að heyra sleggjudómana sem fuku í málefnalegu umræðunum í Valhöll. Að heyra Íslendinga, sem hafa alist upp með silfurskeiðina í munninum, við tjáningar- og skoðanafrelsi, a.m.k tíu ára menntun og hafa alla burði til að skoða málin af víðsýni og opnum huga, standa upp og segja án þess að skammast sín, að þeir styðji fullum fetum frekara hernám í Írak, Íran og öðrum arabalöndum, því þar þrífist hið illa og einræðisherrar í heimsveldispælingum eins og Hitler, drjúpi af hverju strái.

Hvenær, ó, hvenær skyldu þessir einstaklingar átta sig á því að það er ekki hægt að skipta heiminum í gott og vont, svart og hvít, íslam og kristni. Heimurinn skiptist ekki í svart og hvítt, heldur er aðeins mismunandi litbrigði af gráum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið