Þakkabréf til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar

,,Núna langar mig að enda þetta bréf bara með því að þakka honum Vilhjálmi fyrir að hafa sýnt okkur hvernig opinber fulltrúi á ekki að haga málum í starfi, sér í lagi þegar hann er í jafn ábyrgðar miklu starfi og borgarstjóri er.“ Segir Valgeir Helgi Bergþórsson sem situr í framkvæmdarstjórn UJ. Ykkur þykir kannski svolítið skrýtið að lesa þessa fyrirsögn, sér í lagi frá manni í Samfylkingunni, en þið munið skilja það þegar þið eruð komin aðeins áleiðis inn í þessa grein.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er án ef einn af umdeildustu borgarstjórum sem hafa setið í þessu embætti. Hefur hann unnið sér þennan titil með miklu harðfylgi. Ætla ég að tipla svona á því einna helstu sem var unnið í hans stjórnartíð. En kannski ekki öllu, enda frekar langur listi verka.

Vínbúðin í Austurstræti: Reyndi að fá bann við bjórkælum, svo fólk væri ekki að kaupa sér bjór og njóta hans í góðviðrinu yfir sumartíman, óháð því að fólk gæti keypt og setið við borð á flest öllum veitingarstöðum bæjarins, yfir sumartímann. En hann sagðist ekki vera að beina þessu að fólki sem sat í mestu rólegarheitunum að njóta sumarins, fremur var hann að beina þessu að ógæfufólki (rónum). Því ógæfufólkið myndi náttúrlega drekka minna ef það fengi bjórinn ekki kaldan, en er það ekki þessu fólki að þakka að kardimommudropar voru færðir frá hillum á sínum tíma, aftur fyrir afgreiðsluborðið, svo ekki sé minnst á sótthreinsunarspritt. Báðir þessir hlutir eru ekki drykkjarhæfir en ógæfufólkið hefur samt lagt það á sig að drekka þetta. S.s. einstaklega góð hugmynd að reyna nota ógæfufólkið sem afsökun fyrir því að fjarlægja vínkælanna úr Vínbúðinni í Austurstræti, því það myndi minnka drykkju þess.

Háspenna í Mjóddina: Hann, Vilhjálmur, í krafti meirihlutans bannaði Happadrætti Háskóla Íslands að opna spilakassasal. Þar sem sú starfsemi hætti ekki heima á stað þar sem fjölskyldufólk sækti. En fyrst HHÍ var ekki leyft að setja það upp þarna, væri þá ekki rétt að kippa starfsleyfinu af öllum þeim stöðum þar sem fjölskyldufólk sækti, t.d. Kringlan, Laugaveg v/Hlemm, Aðalstræti. Náttúrulega gat hann ekki haft afskipti af spilakassastöðum sem eru staðsettir á fjölskylduvænum stöðum, t.d. Smáralindinni í Kópavogi, Reykjavíkurvegur í Hafnarfirði. En gæti það haft hafa loka áhrif á þessa afstöðu Vilhjálms að þetta átti að setja uppí Mjóddinni, sem er sú verslunarmiðstöð næst heimili hans í Seljahverfinu? Nei, það gæti ekki verið. En málalokin á þessu máli var sú að Reykjavíkurborg myndi borga HHÍ 25-30 milljónir í skaðabætur, enda alveg sjálfsagt að borga það svo að fólk þurfi ekki að umbera svona í sínu næsta nágreni.

Reykjavík Energy Invest (Rey) og Geysir Green: Ég held að það þurfi nú ekki mikið að segja um þetta mál, en eitt er víst að þetta er sá mesti farsi/drama sem skeð hefur í langan tíma í íslenskri pólitík. En til þess að slútta þessu máli í einni setningu, þá vitna í kennara minn; „Við erum með eitt besta dæmið um þegar pólitíkusar fara að reyna að spila með auðmönnum á jafnréttisgrundvelli, með fjármagn umbjóðenda sinna, s.s. almennings“.

Þjónustumiðstöð fyrir aldraða: Þetta er í mínum huga einhvert besta dæmið um fyrirgreiðslupólitík á Íslandi, og það mál sem Tjarnarkvartettinn hefði átt að rannsaka líka. Það muna það kannski ekki margir hverjir málavextir voru, en til þess að reyna vera skorinorður. Þá er málið þannig að Reykjavíkurborg ákvað að gefa Eir réttinn á því að reka þjónustumiðstöð og þjónustuíbúðir, án útboðs. Vilhjálmur samdi þar við sjálfan sig sem þáverandi borgarstjóri, og stjórnarformaður Eirar. Hann sem sagt afhenti sjálfum sér réttinn.

Núna langar mig að enda þetta bréf bara með því að þakka honum Vilhjálmi fyrir að hafa sýnt okkur hvernig opinber fulltrúi á ekki að haga málum í starfi, sér í lagi þegar hann er í jafn ábyrgðar miklu starfi og borgarstjóri er. En í ljósi þess að hann er að gera upp við sig þá ákvörðun hvort hann eigi að taka að sér að verða borgarstjóri 2009. Þá langar mér að benda á að það yrði ekki gott fyrir borgina ef hann ákvæði að vera borgarstjóri, en það myndi auðvelda okkur í Samfylkingunni mikið kosningarbaráttuna næstu til borgarstjóra. En ef hann myndi stíga niður þá yrði það frábært fyrir borgabúa að fá einhverja manneskju í stað hans, þó það myndi erfiða okkur í Samfylkingunni kosningarbaráttuna um borgina. En eitt er víst að ég myndi telja seinni kostinn skárri en þann fyrri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand