Bræður og systur – tónleikar gegn rasisma í kvöld kl. 20

Politik.is vill minna lesendur á tónleika sem haldnir verða í Austurbæ gegn rasisma í kvöld. Bubbi Morthens skipuleggur tónleikana og fjölmargir þjóðþekktir tónlistarmenn munu koma fram. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 en húsið opnar klukkan 19:00. BRÆÐUR OG SYSTUR!

Í kvöld, miðvikudaginn 20. febrúar, verða haldnir tónleikar í Austurbæ gegn rasisma. Bubbi Morthens skipuleggur tónleikana og koma fram margar þjóðþekktar sveitir og listamenn. Sem dæmi má nefna Lay Low, Bubba sjálfan, Hjálma, Ragnheiði Gröndal, Mínus og Sprengjuhöllina.

Fulltrúar ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, sem og annarra stjórnmálaflokka landsins, kynna tónlistarmennina til marks um að öll erum við jú á móti rasisma.

Tónleikarnir eru eins og áður sagði í Austurbæ og byrja klukkan 20.00, en húsið opnar 19.00.
Ókeypis er á tónleikana og hvetjum við alla eindregið til að mæta!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand