FRÉTT Ég er jafnaðarmaður, málþing Ungra Jafnaðarmanna, sem fór fram í Iðnó síðastliðinn laugardag heppnaðist vel. Ungir Jafnaðarmenn á öllum aldri, í öllum stærðum og gerðum lögðu leið sína í miðbæinn til þess að leggja í púkkið skoðun sína á framtíð landsins.
FRÉTT Ég er Jafnaðarmaður, málþing Ungra Jafnaðarmanna, sem fór fram í Iðnó síðastliðinn laugardag heppnaðist vel. Ungir Jafnaðarmenn á öllum aldri, í öllum stærðum og gerðum lögðu leið sína í miðbæinn til þess að leggja í púkkið skoðun sína á framtíð landsins. Framsögumenn voru Aðalsteinn Leifsson sem ræddi við ungliðana um ESB og Oddný Sturlu tók dæmisögu um Rosu Parks í erindi sínu sem fjallaði um jafnrétti og réttlátt samfélag. Þá tók Katrín Ólafsdóttir til máls og ræddi um atvinnumál ungs fólks og Dagur B. Eggertsson talaði um menntamál framtíðarinnar undir félagshyggjustjórn. Eftir framsögurnar skiptu hátt í 100 ungliðar sér í fjóra hópa eftir framsögunum, en niðurstaða hópanna verður kynnt innan tíðar hér á politik.is.
Um kvöldið var blásið til hátíðarkvöldverðar í kosningamiðstöðinni, Skólabrú. Myndir af Jafnaðarmannadeginum má nálgast hér og hér.