Það skiptir máli hverjir stjórna

Samfylkingin hefur sýnt að henni er treystandi til góðra verka. Það var Samfylkingarfólk í Reykjavík sem hækkaði laun lægstu stétta og minnkaði kynbundinn launamun um helming.

 
Það stefnir í æsispennandi kosningar á laugardaginn. Í Reykjavík er tekist á um grundvallaratriði, eins og alls staðar annars staðar á landinu. Það skiptir miklu máli að Samfylkingin í Reykjavík fái góða kosningu á laugardaginn og má nefna nokkur málefni því til stuðnings.

Ágreiningur um gjaldfrjálsan leikskóla
Samfylkingin vill gjaldfrjálsan leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað hafnað gjaldfrjálsum leikskóla. Sjálfur spurði ég Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálráðherra, á Alþingi um afstöðu hennar til gjaldfrjáls leikskóla og hún svarði því mjög skýrt að það væru að hennar mati engar forsendur til þess að hafa hann gjaldfrjálsan. Sömuleiðis hefur Vilhjálmur Þ. og hans lið í borginni hafnað gjaldfrjálsum leikskóla.

Samfylkingin vill einnig stórauka þjónustu við eldri borgara en eftir áratugastjórn Sjálfstæðisflokksins á málefnum eldri borgara má finna sviðna jörð í málaflokkunum.

Samfylkingin í Reykjavík hefur sömuleiðis lagt áherslu á stuðning við öflugt menningarstarf sem Ungir sjálfstæðismenn hafa algjörlega hafnað í sínum ályktunum. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík lofað mikilli fjölgun á stúdentaíbúðum og því að setja Miklabraut í stokk. Þetta eru allt málefni sem skipta Reykvíkinga miklu máli.

Það skiptir máli hverjir stjórna
Samfylkingin býður fram með ákveðin grunngildi að leiðarljósi, að allir geti verið með í samfélaginu og að öllum gefist tækifæri á að njóta sín.

Samfylkingin hefur sýnt að henni er treystandi til góðra verka. Það var Samfylkingarfólk í Reykjavík sem hækkaði laun lægstu stétta og minnkaði kynbundinn launamun um helming. Það var Samfylkingarfólk í Hafnarfirði sem hóf niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundastarfi barna. Það var Samfylkingarfólk í Árborg sem setti lýðræðismálin og íbúaþing á oddinn. Og það var Samfylkingin á Akranesi sem lyfti grettistaki í grunnskólamálum bæjarfélagsins. Það skiptir því máli hverjir stjórna.

En nú er þetta í höndunum á fólkinu. Það er vonandi að þjóðin kjósi rétt á laugardaginn svo Íslendingar búi við samfélög frelsis, jafnréttis og bræðralags um allt land.
 
 
Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður
 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand