Takk fyrir mig ég er farinn í fýlu!

Páll Einarsson segir úr sögn Valdimars L. Friðrikssonar úr Samfylkingunni í beinni hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils í gær hafi verið smekklaust. Þar tók hann úr sér merki Samfylkingarinnar í beinni og gaf Agli það. Hann ætlar að starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Eða eins og það kom fyrir sjónir flestra; Valdimar er farinn í fýlu.

Valdimar L. Friðriksson er nú búinn að segja sig úr Samfylkingunni og gerði það í beinni hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils og fannst mér það nokkuð smekklaust. Þar tók hann úr sér merki Samfylkingarinnar í beinni og gaf Agli það. Hann ætlar að starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Eða eins og það kom fyrir sjónir flestra; Valdimar er farinn í fýlu.

Valdimar sagði ástæðuna vera þá að hann væri ósáttur við að haldið var prófkjör í Kraganum svokallaða í staðinn fyrir að listanum hafi verið stillt upp en sú leið hugnaðist Valdimar frekar. Líklegast þar sem hann teldi að hann ætti frekar möguleika að hanga inni sem þingmaður fyrir flokk sem stendur fyrir ákveðinni stefnu sem Valdimar er greinilega fljótur að ganga á bak við. Oft er erfitt að fara eftir því sem kjósendur ákveða. Ekki ætla ég að gagnrýna skoðun hans á fyrirkomulagi á vali frambjóðenda á lista Samfylkingarinnar í Kraganum enda hefur það sína kosti og galla.

Valdimar var ekki kjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum heldur kom hann inn sem varamaður. Hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í kraganum 2002 og lenti í 6. sæti og kom svo inn sem þingmaður þegar Guðmundur Árni Stefánsson hætti á Alþingi og Ásgeir Friðgeirsson tók ekki sæti Guðmundar Árna. Ekki man ég þá að hann hafi þá kvartað undan því að prófkjörin hafi hampað þeim sem kæmu frá stærri bæjarfélögum í kjördæminu enda líklegast ánægður með sitt gengi sem varaþingmaður flokksins. Hann nefndi einnig að þeir sem hafa aðgang að fjármunum væri sérstaklega hampað. En þess skal geta að Samfylkingin í Kraganum ákvað að það skyldi vera auglýsingarbann og falla því þau rök um sjálf sig.

Hann hafnaði í 14. sæti og féll því um 8 sæti í nýafstöðnu prófkjöri. Þess skal geta að þarna áttust við öflugir einstaklingar sem margir hverjir eru þekktir úr þjóðlífinu, sitjandi kjörnir þingmenn og aðilar sem hafa gengt trúnaðarstörfum í ákveðnum bæjarfélögum lengi. Ekki hef ég tekið eftir miklum skoðanamismun hjá Valdimar og þingflokknum og skil ég því ekki þetta upphlaup að segja sig úr flokknum. Ég skil að hann sé ósáttur með gengi sitt í prófkjörinu enda er þetta aftaka, eins og hann orðaði það sjálfur.

Ekki er mikill söknuður í manni sem stendur ekki betur við skoðanir jafnaðarstefnunnar og gegnir trúnaðarstarfi fyrir flokkinn og kjósendur hans. Ég tel að hann ætti að ganga alla leið og segja af sér þingmenskunni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand