Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

saasi

Hugmyndir um að hækka tryggingagjald á laun fremur en að setja á hóflegan umhverfisskatt eru skaðlegar launafólki. Álrisum landsins er engin vorkun, enda hafa þeir síðustu ár lifað ágætis lífi í orkunýtingu á tombóluprís. Samkvæmt greinarhöfundi er sorglegt, að Vilhjálmur Egilsson haldi að hann stjórni Samtökum Álvinnslulífsins og Gylfi Arnbjörnsson sjái sig sem forseta Álþýðusambands Íslands.
saasiJá, svo gera þau blessuð, meira að segja verkalýðsforystan.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands virðast misskilja hlutverk sín að einhverju leyti.
Vissulega berjist þeir ötullega fyrir raunlækkun skattbyrða á tekjulægri vinnufólk landsins og óska ég þeim félögum velfarnaðar í þeirri baráttu sinni, en þegar kemur að byrðum aðila í atvinnurekstri þá er annað upp á teningnum hjá þeim.

Þá eru þeir ágætu menn komnir í fremstu víglínu varðhundasveitar álrisa landsins og berjast með kjafti og klóm fyrir verndun tekjustofna álverana. Hví er það svo að menn sem eiga að vera í forsvari fyrir verkalýð landsins virðast hafa meiri áhuga á því að leggja hækkað tryggingagjald á atvinnurekendur landsins en að leggja t.d. hóflegan orku- og auðlindaskatt á álverin, þau þykjast nú sum borga meiri skatta en þau gera, ef þau eru svona viljug til að greiða skatta, leyfum þeim það þá!

Atvinnulífið hefur engan áhuga á hækkuðu tryggingagjaldi og á það ekki skilið, álrisum landsins er engin vorkun, síðustu ár hafa þeir lifað ágætis lífi í orkunýtingu á tombóluprís, nú er nóg komið, álverunum er velkomið að leggja hönd á plóg og er það sorglegt að Vilhjálmur Egilsson virðist halda að hann stjórni Samtökum Álvinnslulífsins og Gylfi myndi líklega pluma sig ágætlega sem forseti Álþýðusambands Íslands.

Hagsmunagæsla fámennra sérhagsmunahópa og varðhundastarfsemi hefur um áratugabil verið stórt vandamál í litla sæta samfélaginu okkar, á tímum sem þessum hefði maður haldið að fólk myndi leggja niður slíkan barnaskap og taka höndum saman og þá sérstaklega menn í stöðu þeirra Gylfa og Vilhjálms.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand