Réttindi trans fólks

Transgender

Því ber að fagna að átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi tillögu að þingsályktun um réttarbætur fyrir transfólk. Tillagan felur í sér að nefnd verði sérstaklega fengin til að skoða lagalega og félagslega stöðu transfólks og gera tillögur um úrbætur til að hvers kyns misrétti gagnvart transfólki hverfi hér á landi og full mannréttindi þess verði tryggð.

TransgenderÞví ber að fagna að átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi tillögu að þingsályktun um réttarbætur fyrir transfólk. Tillagan felur í sér að ríkisstjórnin skipi nefnd til að kanna stöðu transfólks á Íslandi. Nefndinni er sérstaklega ætlað að skoða lagalega og félagslega stöðu transfólks og gera tillögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til að hvers kyns misrétti gagnvart transfólki hverfi hér á landi og full mannréttindi þess verði tryggð.

Transfólk á Íslandi hefur alla tíð haft veika lagalega stöðu innan samfélagsins. Ísland er langt á eftir nágrannaþjóðum sínum og hefur enga heilsteypta lögjöf til að taka á málefnum þessa hóps. Það vantar mikið upp á að lagalegt jafnræði og full mannréttindi séu tryggð. Í umræddri þingsályktunartillögu eru rakin dæmi um þetta. Til að mynda getur transfólk á Íslandi ekki óskað eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð.

Transfólk mætir ekki einungis lagalegu misrétti, því félagsleg staða hinsegin fólks er afar veik. Ástæða þess er sú tvíhyggja sem ráðandi er í samfélaginu, að allir séu annað hvort karl eða kona. Transfólk fylgir ekki þessum settu stöðlum og er því oft á tíðum utangarðs. Jafnaðarmenn, sem og aðrir, ættu að fagna fjölbreytileikanum. Kyngervi (e. gender) er ekki það sama og líffræðilegt kyn (e. sex). Enn vantar, því miður, mikið uppá þennan skilning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að transfólk nýtur ekki fullra mannréttinda.

Þann 20. nóvember er Minningardagur transfólks (e. Transgender day of remembrance) haldin í ellefta sinn um heim allan. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra sem hafa verið myrtir vegna transgender haturs eða fordóma.

Í tilefni af þessum degi ætla Q – félag hinsegin stúdenta og Trans Ísland – félag transgender fólks á Íslandi að halda málþing um málefni transfólks dagana 16. – 20. nóvember í Háskóla Íslands. Málþingið ber heitið Hvar er Trans í Háskóla Íslands? Boðið verður upp á spennandi fyrirlestra, málstofur og pallborðsumræður um málefni transfólks. Jafnaðarmenn eru hér með hvattir til að hrópa þrefalt húrra fyrir fjölbreytileikanum og mæta á þetta frábæra málþing!

Dagskrá Hvar er Trans í Háskóla Íslands má nálgast á heimasíðu Q: http://www.queer.is
Þingsályktunartillaga um réttarbætur fyrir transfólk: http://www.althingi.is/altext/138/s/0187.html

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand