Sumaropnanir félagsmiðstöðva

Í félagsmiðstöðvum í Kópavoginum er unnið mikið og gott starf. Starfsmenn eru nokkuð margir og sjá til þess yfir veturinn að unglingar í bænum hafi eitthvað skemmtilegt og heilbrigt fyrir stafni þegar skóladegi lýkur.


Í félagsmiðstöðvum í Kópavoginum er unnið mikið og gott starf. Starfsmenn eru nokkuð margir og sjá til þess yfir veturinn að unglingar í bænum hafi eitthvað skemmtilegt og heilbrigt fyrir stafni þegar skóladegi lýkur. Krakkarnir í félagsmiðstöðvunum eru að sjálfsögðu jafn ólíkir og þeir eru mörg. Hins vegar breytir það ekki þeirri staðreynd að krakkarnir eru á mjög viðkvæmum aldri. Þeir eru mjög móttækilegir fyrir hvers kyns áreiti sem á þeim dynja, hvort sem það er úr sjónvarpi, interneti, frá vinum eða öðrum. Þess vegna er mjög mikilvægt að hæft starfsfólk sé í félagsmiðstöðvunum sem nú eru orðnar 8 talsins í öllum grunnskólum Kópavogi. Eins og staðan er í dag er aðeins ein félagsmiðstöð sem hefur fengið fé frá bæjaryfirvöldum til að hafa opið yfir sumartímann. En sumarið er ekki síður mikilvægur tími til að sinna unglingunum í bænum líkt og gert er á veturna. Vinnuskólinn hefur að sjálfsögðu mikið forvarnargildi en að vinnudegi loknum geta krakkarnir ekki farið í félagsmiðstöðina til að hitta jafnaldra sína. Starfsfólk félagsmiðstöðva vinnur markvisst að því að virkja unglingana í bænum til sköpunar, hollrar hreyfingar og góðra verka. Íþrótta og tómstundaráð Kópavogs hefur vaxið og dafnað mjög vel síðustu ár en betur má ef duga skal. Samfylkingin í Kópavogi vill að allar félagsmiðstöðvar verði opnar yfir sumartímann. Þannig komum við í veg fyrir að krakkar á viðkvæmum aldri taki hliðarspor eða eingangrist frá jafnöldrum sínum á sumrin.

Nú eru liðin 16 ár frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tók við stjórninni hér í bænum. 16 ár! Það er löngu síðan kominn tími á breytingar í bænum, gerum Kópavog að betri og skemmtilegri bæ fyrir alla.

Fyrir ungt fólk sem nú er komið með kosningarétt og er að reyna að átta sig á hinu pólitíska landslagi, þá er mikilvægt að fylgja sínum hugsjónum. Hvaða stjórnmálaflokkur höfðar mest til þín? Hvaða stefnumálum ertu sammála? Vissulega er það tilfellið að þó nokkuð af ungu fólki finnst pólitíkin vera frekar óspennandi og kannski er eitthvað til í því. Hins vegar er alltaf mikilvægt að vera í tengslum við sitt nánast umhverfi og átta sig á því að það er hægt að breyta til og þess vegna hvet ég alla, þó sérstaklega ungt fólk, til að taka afstöðu, vera með og kjósa Samfylkinguna.

Baráttukveðja.

Kristján Ingi Gunnarsson,

18. maður framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand