Sumarbústaður til sölu – seljandi er Orkuveita Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur á ekki að taka þátt í áhættumiklum verkefnum eins og þessu. Forráðamenn fyrirtækisins hafa sagt ástæðuna fyrir þessari fyrirætlun með landsvæðið vera sú að hingað til hafi ekki fengist nógu gott tilboð í eignina og í dag fylgi einungis kostnaður af svæðinu. Samt sem áður hefur einkaaðili, dótturfyrirtæki Íslandsbanka, ákveðið að taka þátt í verkefninu en því miður ekki að fullu. Bankinn hefur e.t.v. metið áhættuna vera of mikla til að leggja meira fé í verkefnið. Orkuveita Reykjavíkur varð til í janúar fyrir sex árum með sameiningu Rafmagnsveitu- og Hitaveitu Reykjavíkur og ári síðar bættist Vatnsveita Reykjavíkurborgar við. Þessi fyrirtæki sinntu því eðlilega hlutverki að afla rafmagns, heits og kalds vatns og dreifa svo til Reykvíkinga og íbúa sumra nágrannasveitarfélaganna.

Verkefnum fjölgar
Frá því að Orkuveitan var stofnuð hefur verkefnum hennar fjölgað jafnt og þétt og ber t.a.m. yfirleitt að fagna kaupum fyrirtækisins á orkufyrirtækjum í grennd við höfuðborgina sem og framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun. Margt hefur verið gert afar vel. Önnur verkefni sem Orkuveitan hefur tekið sér fyrir hendur eru aftur á móti sum hver furðuleg og töluvert langt frá meginhlutverki veitunnar sem er svo sem fyrr greinir öflun og dreifing rafmagns, heits og kalds vatns. Hér má nefna fjárfestingar eins og t.d. lagningu ljósleiðarakerfis í kapp við Landssímann, en ljósleiðarakerfi Símans nær nú þegar til stórs hluta borgarbúa. Það getur varla talist arðbært að þessi tvö fyrirtæki standi í samkeppni um lagningu dýrs grunnnets á borð við ljósleiðarakerfi; eðlilegra væri að þau tækju höndum saman en tryggðu síðan aðgang samkeppnisaðila á markaði að netinu gegn hóflegu gjaldi.

Undarlegt gæluverkefni
Nýjasta dæmið um undarleg gæluverkefni Orkuveitunnar er nýleg samþykkt stjórnar fyrirtækisins um að byggja allt að sex hundrað sumarbústaði í landi Úlfljótsvatns ásamt Klasa, dótturfélagi Íslandsbanka. Framlag Orkuveitunnar til verkefnisins verður í formi landsvæðis í eigu fyrirtækisins.

Orkuveita Reykjavíkur á ekki að taka þátt í áhættumiklum verkefnum eins og þessu. Forráðamenn fyrirtækisins hafa sagt ástæðuna fyrir þessari fyrirætlun með landsvæðið vera sú að hingað til hafi ekki fengist nógu gott tilboð í eignina og í dag fylgi einungis kostnaður af svæðinu. Samt sem áður hefur einkaaðili, dótturfyrirtæki Íslandsbanka, ákveðið að taka þátt í verkefninu en því miður ekki að fullu. Bankinn hefur e.t.v. metið áhættuna vera of mikla til að leggja meira fé í verkefnið.

Ekki er hægt að segja með góðu móti að þessi starfsemi sé í samræmi við orkustefnu borgarinnar. Nær væri að Orkuveitan seldi jarðirnar; ef bygging frístundabyggðar er arðbær á þessum stað munu einkaaðilar örugglega stökkva á viðskiptatækifærið og gera hugmyndina að veruleika.

Vatn og rafmagn!
Það er kominn tími til að Orkuveita Reykjavíkur snúi sér að sínu upphaflega verkefni sem var og er eins og áður sagði að útvega Reykvíkingum og nærsveitungum heitt og kalt vatn og rafmagn – og það gegn sem vægustu gjaldi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand