Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu – 1. hluti

Atburðirnir í Srebrenica áttu sér stað í lok styrjaldarátakanna, en borgarastyrjöldin í Júgóslavíu braust út í lok júní árið 1991. Átökin áttu sér langan aðdraganda og verður hér á eftir fjallað lauslega um Júgóslavíu á 20. öld og fram að dauða Josef Bros Tító árið 1980. Í kjölfarið munu fylgja greinar um tímabilið frá andláti Títós til styrjaldarinnar, styrjöldina sjálfa, viðbrögð Vesturlanda og atburðina í Srebrenica. 11. júlí n.k. verður haldin minningarathöfn í tilefni þess að tíu ár verða liðin frá fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu. Þar voru framin einhver verstu fjöldamorð í sögu Evrópu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Karlmenn og drengir voru í meirihluta þeirra sem féllu þegar hersveitir Bosníu-Serba gerðu árás á íslamska íbúa héraðsins. Boris Tadic, forseti Serbíu, hefur sagst ætla að vera við minningarathöfnina en aðstandendur fórnarlamba fjöldamorðanna hafa lagst gegn því að hann verði við athöfnina hefðu Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu-Serba og Ratko Mladic hershöfðingi Bosníu-Serba ekki verið framseldir áður en athöfnin fer fram.

Í byrjun júní vakti birting myndbands af því þegar serbneskir hermenn tóku sex múslima af lífi í Srebrenica hörð viðbrögð. Myndbandið var fyrst sýnt við réttarhöldin yfir Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, við Alþjóðastríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna yfir málefnum fyrrum Júgóslavíu. Í framhaldinu viðurkenndu yfirvöld í Serbíu í fyrsta skipti að Serbar frá Serbíu hefðu framið stríðsglæpi í Bosníustríðinu en fram að því höfðu þau skellt allri skuldinni á Bosníu-Serba. Auk þrýsti Carla Del Ponte, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólinn, en á ný á stjórnvöld í Serbíu að framselja þá Karadzic og Mladic. Því hefur verið haldið fram seinustu ár að stuðningsmenn þeirra hafi skotið yfir þá skjólshúsi. Karadzic er sagður leynast í serbneskum hluta Bosníu en Mladic í Serbíu.

Atburðirnir í Srebrenica áttu sér stað í lok styrjaldarátakanna, en borgarastyrjöldin í Júgóslavíu braust út í lok júní árið 1991. Átökin áttu sér langan aðdraganda og verður hér á eftir fjallað lauslega um Júgóslavíu á 20. öld og fram að dauða Josef Bros Tító árið 1980. Í kjölfarið munu fylgja greinar um tímabilið frá andláti Títós til styrjaldarinnar, styrjöldina sjálfa, viðbrögð Vesturlanda og atburðina í Srebrenica.

Saga Júgóslavíu á 20. öld
Fólkið í ríkjum fyrrum Júgóslavíu er flest af sama uppruna og talar að mestu sama tungumálið. Króatar, Serbar og múslimar tala sama tungumálið, serbkróatísku. Tungumálið er hið sama en er skrifað eftir tveimur leturkerfum. Kosovo-Albanar og Albanir í öðrum ríkjum Júgóslavíu tala þó albönsku. Króatar og Serbar lentu sitthvoru megin við tvær andstæðar línur í alþjóðamálum fyrri alda. Króatar fylgdu stórveldum í norðri og í vestri og tóku upp kaþólska trú og voru í trúarlegu sambandi við kirkjuna í Róm. Serbar fylgdu hinsvegar ortódoxum eða grísku-réttrúnaðarkirkjunni í austri.

Þjóðverjar gerðu innrás í Júgóslavíu 1941 og landið var bútað í sundur. Króatar litu ekki það sem innrás heldur sem tækifæri til að öðlast sjálfstæði frá ráðandi öflum Serba í Belgrad. Flestir Króatar tóku vel á móti og fögnuðu Þjóðverjum og í kjölfarið lýstu þeir yfir stofnun sérstaks ríkis Króata. Ante Pavelic var gerður að leiðtoga hins nýja ríkis en hann var handbendi Þjóðverja. Stjórnmálahreyfing hans, Ustashe, setti lög í anda þeirra sem voru við lýði í Þýskalandi sem snéru að gyðingum og í kjölfarið var farið að vinna eftir þeim, gyðingar voru ekki nema um 20 þúsund íbúa Júgóslavíu. Ustashe fór því næst að reyna að ,,uppræta“ þær rúmlega 2 milljónir Serba sem bjuggu innan hins nýja ríkis. Liðsmenn Ustashe drápu Serba hvar sem til þeirra náðist og eflaust mun það aldrei komast á hreint hversu marga þeir myrtu. Talið er að á bilinu 200-600 þúsund manns hafi látist í þessum þjóðarmorðum Króata á Serbum. Á sama tíma á þeim svæðum sem Serbar réðu yfir og voru í meirhluta hefndu hersveitir þeirra sín á Króötum og múslimum, samt ekki í jafn stórum stíl og Króatar.

Eftir heimsstyrjöldina síðari komst Kommúnistaflokkur Júgóslavíu til valda og í kjölfarið í nóvember 1945 var Alþýðulýðveldið Júgóslavía stofnað. Josef Bros Tító varð leiðtogi hins nýja lýðveldis við stofnun þess. Í janúar árið eftir var sett ný stjórnarskrá og Júgóslavía var gerð að sambandsríki sex lýðvelda; Bosnía, Króatía, Makedónía, Serbía, Slóvenía og Svartfjallaland. Í Serbíu voru auk þess tvö sjálfstjórnarsvæði, Kosovo, að mestu leyti byggt Albönum, og Vojvodina, að miklu leyti byggt Ungverjum. Nafni sambandsríkisins var breytt í Sósíalíska sambandsríkið Júgóslavía átta árum síðar. Vald Títós var það mikið að honum tókst að halda Júgóslavíu saman í valdatíð sinni. Samt sem áður vissi hann hvað gekk á undir niðri og jafnframt að hin lýðveldin óttuðust yfirráð Serba. Þegar Tító lést árið 1980 var forsetaembættið lagt niður og eftir það var forsætisráðið í hlutverki þjóðhöfðingja. Ráðið var skipað átta fulltrúum, einum frá hverju lýðveldi og sjálfstjórnarhéruðunum Vojvodina og Kosovo. Fulltrúarnir skiptust á um að gegna embættum forseta og varaforseta ráðsins og gegndu þeir viðkomandi embætti í eitt ár í senn.

____________
Heimildir:
Balkan Battlegrounds: A Military History of the Yogoslav Conflict, 1990-19951. bindi. Rússlands- og Evrópumálaskrifstofa CIA. Washington, 2002.
– Jón Ormur Halldórsson: Átakasvæði í heiminum. Reykjavík, 1994.
Morgunblaðið
– Misha Glenny: The Balkans 1804-1999. Nationalism, War and the Great Powers. London, 1999.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið