Skilningsvana viðskiptaráðherra

Frú Valgerður Sverrisdóttir viðskipta – bankamálaráðherra mætti í Kastljós í gærkvöldi. Erindi hennar var að bregðast við lögfræðiáliti sem stjórnarandstaðan fékk virta hæstaréttarlögmenn til að gefa. Efni þess var að fá á því skoðun hvort þeir teldu að mál Halldórs Ásgrímssonar varðandi þátt hans í sölu bankanna, teldist upplýst. Það var ekki hlutverk þeirra að kveða upp úr með hvort forstætisráðherra hefði verið vanhæfur eða ekki. Þeir gáfu á því álit hvort málið teldist að fullu upplýst og öll kurl komin til grafar. Svo var alls ekki að þeirra mati og þeir töldu að málinu væri ekki lokið og nefndu umboðsmann Alþingis sem líklegan fulltrúa til að geta kveðið upp úr með það. Frú Valgerður Sverrisdóttir viðskipta – bankamálaráðherra mætti í Kastljós í gærkvöldi. Erindi hennar var að bregðast við lögfræðiáliti sem stjórnarandstaðan fékk virta hæstaréttarlögmenn til að gefa. Efni þess var að fá á því skoðun hvort þeir teldu að mál Halldórs Ásgrímssonar varðandi þátt hans í sölu bankanna, teldist upplýst. Það var ekki hlutverk þeirra að kveða upp úr með hvort forstætisráðherra hefði verið vanhæfur eða ekki. Þeir gáfu á því álit hvort málið teldist að fullu upplýst og öll kurl komin til grafar. Svo var alls ekki að þeirra mati og þeir töldu að málinu væri ekki lokið og nefndu umboðsmann Alþingis sem líklegan fulltrúa til að geta kveðið upp úr með það.

Lítum aðeins á framistöðu Valgerðar í gærkvöldi. Það var illt að ímynda sér að þar færi ráðherra viðskiptamála í landinu. Annað hvort skildi hún ekki málið eða gerði sér upp flónsku. Hún klifaði stöðugt á því að hún bæri alla ábyrgð og ráðherranefndin svokallaða hefði verið upp á punt. Einnig þrástagaðist ráðherrann á því Ríkisenduskoðun hefði klárað málið þrátt fyrir að þáttarstjórnandi ítrekað reyndi að segja henni að ríkisendurskoðandi hefði sjálfur lýst því yfir í minnisblaðinu að hann ætti ekki að úrskurða. Ráðherrann barði höfðinu við steininn og stamaði samhengislausa frasa um að málinu væri lokið. Þetta var meira segja svolítið pínlegt fyrir áhorfendur því svo augljós voru vandræði ráðherrans.

Þegar svo frú Valgerður sá fram á að hún hafði engin rök þá greip hún til þess sem hún er vön að snúa út úr, tala um annað og ásaka stjórnarandstöðuna um einelti. Að loknum þessum þætti velti ég fyrir mér í hvaða stöðu Valgerður er. Er hún virkilega svona trú og trygg Halldóri Ásgrímssyni að hún er tilbúin að fórna pólitískum trúverðugleika sínum til að verja hann eða ér hún virkilega svona skilningsvana. Mín niðurstaða eftir þáttinn í gærkvöldi er, að ráðherrann Valgerður Sverrisdóttir oddviti Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi skilur ekki um hvað málið snýst. Hún veit ekki hvað vanhæfi er og hvernig ber að umgangast það í stjórnsýslunni. Hún myndi aldrei gera sér upp slíka flónsku sem hún var ber að í gærkvöldi nema hún væri henni eðlileg. Valgerður heldur að hún hafi gert allt rétt og það sé í góðu lagi að Framsóknarráðherrar hagnist um milljónir eða milljónatugi af gjörningum sem þeir sjálfir standa að. Vesalings Valgerður veit ekki betur.

Jón Ingi Cesarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri
greinin birtist nýverið á vefsíðu Samfylkingarinnar á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand