Stytting á námi til stúdentsprófs

Það var afar áhugavert að heyra tillögur menntamálaráðherra um grundvallarbreytingar á íslenska menntakerfinu með því að stytta nám við framhaldsskóla landsins um eitt ár. En þannig yrði kerfið hér á landi í samræmi við þau lönd sem við berum okkur gjarnan við. Það var afar áhugavert að heyra tillögur menntamálaráðherra um grundvallarbreytingar á íslenska menntakerfinu með því að stytta nám við framhaldsskóla landsins um eitt ár. En þannig yrði kerfið hér á landi í samræmi við þau lönd sem við berum okkur gjarnan við.

Framkomnar hugmyndir
Þær hugmyndir sem fram eru komnar varðandi styttinguna eru þær að með þessari framkvæmd myndi námstími á framhaldsskólastigi styttast um eitt ár, þetta væri gert með lengingu skólaársins. Þannig myndu bætast við fimm kennsludagar auk þess sem prófadögum yrði fækkað um jafnmarga daga. Auk þess eru uppi hugmyndir um að fækka kennslustundum um allt að 20%, þar myndi áherslan vera sett á kjarnagreinarnar sem þýðir að valgreinarnar myndu líða fyrir það.

Verkefnisstjórn
Menntamálaráðherra kynnti þessar hugmyndir verkefnisstjórnar, sem sett var á laggirnar til að kanna hagkvæmustu leiðirnar til að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Þessar tillögur eru alla athygli verðar. Á þennan hátt myndi stytting framhaldsskólans þýða að framhaldsskólanám yrði samkeppnishæfara við það sem gengur og gerist í Evrópu og nemendur myndu sækja fjölda kennslustunda sem væri í samræmi við önnur lönd.

Gott innlegg í umræðuna
Að mínu mati eru þessar tillögur gott innlegg í umræðuna um að gera framhaldsskóla landsins betri, hagkvæmari fyrir nemendur og mun stuðla að betri skilyrðum þeirra. Það verður hinsvegar að stíga hægt til jarðar og undirbúa allt vel áður en farið er út í hlutina. Það þarf að kanna hvað fækkun kennslustunda hefur í för með sér fyrir fjölbreytileika námsefnis sem nemendum er boðið upp á. Það gengur ekki að steypa fjölbrautaskóla sem byggja á fjölbreytileika í námi og menntaskóla sem byggja hefð sína á hefðbundnu bekkjakerfi saman í eitt mót. Það myndi ekki vera til framdráttar fyrir menntakerfið í landinu. Einnig þarf að kanna hvort ekki sé hægt að hefja grunnskólanám fyrr þannig að nemendur í framhaldsskóla geti útskrifast 18 ára sem er í samræmi við önnur Norðurlönd. Þessi ásamt mörgum atriðum til viðbótar þarf að kanna til hlítar áður en farið er út í aðgerðir. Það er vonandi að þeir starfshópar sem nú vinna að málinu skili niðurstöðum innan fáeina missera svo hægt sé að byrja undirbúning sem allra fyrst. Það er mikilvægt fyrir íslenska menntakerfið að vera samkeppnishæft, það að útskrifa nemendur ári seinna heldur en í öðrum löndum hefur ekki leitt til betri námsárangurs né stuðlað að framþróun. Þetta kerfi þarfnast breytinga og þessi byrjun er skref í rétta átt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand