Jón, séra Jón eða sjálfstæðismaður

Hæstiréttur Íslands sýknaði í síðustu viku Árna Matthiesen sjávarútvegsráðherra af ærumeiðingarákæru vegna orða hans í sambandi við fréttaflutning Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fréttamanns. Héraðsdómur hafði áður sakfellt Árna og dæmt hann til að greiða Magnúsi bætur en með dómi hæstaréttar var sá dómur ógildur. Rökstuðningur hæstarétts var sá að þ.e. Magnús Þór hefði á þessum tíma verið á leið í stjórnmál þá hefði hann mátt búast við því að vera skotspónn líkt og aðrar opinberar persónur. Hæstiréttur Íslands sýknaði í síðustu viku Árna Matthiesen sjávarútvegsráðherra af ærumeiðingarákæru vegna orða hans í sambandi við fréttaflutning Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fréttamanns. Héraðsdómur hafði áður sakfellt Árna og dæmt hann til að greiða Magnúsi bætur en með dómi hæstaréttar var sá dómur ógildur. Rökstuðningur hæstarétts var sá að þ.e. Magnús Þór hefði á þessum tíma verið á leið í stjórnmál þá hefði hann mátt búast við því að vera skotspónn líkt og aðrar opinberar persónur.

Fyrir um tveimur árum réðist Sigurður G. Guðjónsson hrl. með orðum á Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Kjartan var ekki sáttur við meintar ærumeiðingar og kærði því Sigurð. Málslok urðu þau sömu og í máli Árna og Magnúsar. Sigurður var sýknaður og ástæðan aftur sú sama þ.e. Kjartan telst til opinberar persónu þá sé geti hann ekki ætlast til þess að allt sé fullkomið í sínu lífi.

En þegar dómur í máli Kjartans var felldur þá gerðist það að Davíð Oddsson og Björn Bjarnason fóru hamförum og gagnrýndu dóminn harðlega. Sögðu að verið væri með þessu að segja að ef einstaklingur er sjálstæðismaður þá megi ljúga hverju upp á hann sem er. Björn gekk lengra og vildi meina að sjálfstæðismenn væru Jónar meðan allir aðrir væru séra Jónar.

Því hlýtur maður að spyrja sig í þegar nákvæmlega eins mál er uppi, hvar er gagnrýni Björns og Davíðs í máli Árna og Magnúsar? Ef þeir sáu ástæðu til að gagnrýna dóm hæstaréttar einungis þegar þeim fannst halla á góðan vin sinn þá viðurkenna þeir um leið að þeir beiti valdi sínu frekar þegar vinir þeirra eru annars vegar. Þeir geta ekki valið að finnast dómur í máli Kjartans óréttlátur en dómurinn í máli sjávarútvegsráðherra réttlátur. Þannig hegðar réttlát manneskja sér ekki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand