Stöndum langt að baki öðrum þjóðum í menntamálum

Ef opinber útgjöld eru skoðuð með tilliti til hlutdeildar þjóðarinnar á aldrinum 5 ára til 29 ára kemur í ljós að Ísland er einungis í 14. sæti af 29 OECD þjóðum í framlögum til menntamála. Við erum langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum. Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland eru um 30% fyrir ofan okkur í framlögum til menntamála þegar tekið hefur verið tillit til aldurssamsetningar þjóðanna. Opinber framlög til menntamála hérlendis í samanburði við önnur OECD ríki hafa verið nokkuð á reiki. Rangar tölur birtust hjá OECD en nú hefur Hagstofan leiðrétt þær. Ef réttu tölurnar um opinber framlög til menntamála eru skoðaðar, sem eru nýjustu tölur OECD gefnar út árið 2002 og eru fyrir árið 1999, kemur í ljós að opinber framlög Íslands til menntamála námu 5,7% af landsframleiðslu. Þá var Ísland í 7. sæti af 29 OECD ríkjum.

Þessi samanburður er þó alls ekki einshlítur því það þarf að skoða hversu stór hluti þjóðarinnar er á skólaaldri. Íslendingar eru ung þjóð í samanburði við margar aðrar þjóðir og við verðum því að verja mun meira til menntamála vegna þess hve hlutfallslega margir eru á skólaaldri.

Mun minna í menntamál en Norðurlönd

Ef opinber útgjöld eru skoðuð með tilliti til hlutdeildar þjóðarinnar á aldrinum 5 ára til 29 ára kemur í ljós að Ísland er einungis í 14. sæti af 29 OECD þjóðum í framlögum til menntamála. Við erum langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum. Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland eru um 30% fyrir ofan okkur í framlögum til menntamála þegar tekið hefur verið tillit til aldurssamsetningar þjóðanna. Austurríki, Belgía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal og Sviss eru einnig fyrir ofan okkur auk hinna fjögurra Norðurlanda.

Í málflutningi Sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni hefur mátt skilja að framlög Íslendinga til menntamála standist samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Þegar litið er á fjárframlög hins opinbera þá er hins vegar ljóst að Ísland gerir það engan veginn. Í tölum Sjálfstæðismanna eru útgjöld einstaklinga til menntamála bætt við en ekki litið til framlaga hins opinbera eingöngu eins og ber að gera þegar litið er á árangur stjórnvalda í menntamálum. Sömuleiðis taka Sjálfstæðismenn ekki tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar eins og rétt er að gera.

Það viðbótarfjármagn sem ríkisstjórnin telur sig hafa sett í menntamál undanfarin ár dugar ekki til að setja Ísland á stall með öðrum samanburðarþjóðum okkar. Fjármagnið, sem hefur að stórum hluta komið frá sveitarfélögunum, hefur fyrst og fremst farið í launahækkanir og að mæta að hluta fjölgun nemenda. Þetta aukafjármagn er því ekki hluti af meðvitaðri stefnumörkun stjórnvalda til að auka vægi menntunar. Eftir stendur sú staðreynd að það vantar talsvert marga milljarða króna í menntakerfið til að við getum staðið jafnfætis nágrannaþjóðum okkar.

Ógvekjandi staðreyndir um menntamál

Á Íslandi stunda nú 81% af hverjum árgangi nám í framhaldsskólum en á öðrum Norðurlöndum er þetta hlutfall 89%. Þriðjungur nemenda hrökklast hins vegar frá námi í framhaldsskólum hérlendis. Á Íslandi hefir um 40% fólks á aldrinum 25 til 64 ára eingöngu lokið grunnskólaprófi og þar erum við í 22. sæti af 29 OECD ríkjum. Íslendingar ljúka framhaldsskólaprófi langelstir allra OECD þjóða. Um 40% íslenskra nemenda falla í samræmdum prófum í 10. bekk grunnskólans.

Mun færri stunda háskólanám hér en í nágrannalöndunum og færri hafa útskrifast úr háskóla hér hvort sem borið er saman við önnur Norðurlönd eða önnur lönd í Vestur-Evrópu. Innan við 16% aldurshópsins 25-64 ára hefur lokið háskólaprófi sem er of lágt hlutfall þjóðarinnar og er talsvert lægra en hjá þjóðum Evrópu.
Þetta er ekki glæsilega frammistaða hjá þjóð sem telur sig vel menntaða. Við rétt náum meðaltali í læsi á alþjóðavettvangi og við höfum staðið okkur illa í alþjóðlegu TIMSS könnunum.

Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sést vel í þeirri staðreynd að landbúnaðarkerfið fær meira fjármagn, beint og óbeint, frá hinu opinbera en það sem allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands fá samanlagt. Háskóli Íslands býr við mjög þröngan húsakost og um 600 námsmenn eru á biðlista eftir námsmannaíbúðum. Eftir nám lendir ungt menntað fólk í afar ósanngjörnu jaðarskattakerfi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuleysi meðal ungs háskólamenntaðs fólks hefur sömuleiðis sjaldan verið eins mikið og nú enda leggur ríkisstjórnin alltof litla áherslu á verkefni sem henta slíku fólki.

Það er mikið að í íslenskum menntamálum og kominn tími til að setja þau mál í raunverulegan forgang eins og Samfylkingin ætlar að gera. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórn menntamála stöðugt í nánast tvo áratugi. Árangurinn er að við stöndum nágrannaþjóðunum langt að baki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand