Áfram Ísland!

Fyrir nokkrum dögum síðan fékk ég upp í hendurnar bækling. Í fyrstu hélt ég að þarna væri um áróðursbækling framsóknarmanna að ræða þar sem hann var áberandi grænn, en áttaði mig fljótt á því að þetta hlyti að vera áróðursrit Félags Íslenskra Þjóðernissinna þar sem að á forsíðunni stóð stórum stöfum einkunarorðin: Áfram Ísland! AÐSEND 2. maí 2003. Fyrir nokkrum dögum síðan fékk ég upp í hendurnar bækling. Í fyrstu hélt ég að þarna væri um áróðursbækling framsóknarmanna að ræða þar sem hann var áberandi grænn, en áttaði mig fljótt á því að þetta hlyti að vera áróðursrit Félags Íslenskra Þjóðernissinna þar sem að á forsíðunni stóð stórum stöfum einkunarorðin: Áfram Ísland! Það þótti mér þó frekar ósennilegt og hugsaði sem svo að þarna væri þá líklega um einhverskonar kynningarbækling að ræða frá Knattspyrnusambandi Íslands. Þarna hafði ég þó enn og aftur rangt fyrir mér. Þetta plagg reyndist vera kosningabæklingur Sjálfstæðisflokksins.

Þar sem ég er nú frekar forvitinn maður fletti ég áfram á næstu síðu til þess að komast að því við hvað þeir kumpánar í Sjálfstæðisflokknum eiga við með þessu slagorði sínu. Ég verð því að játa að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum, eftir að hafa eytt tíma mínum í að lesa hið agnarsmáa letur bæklingsins, þegar í ljós kom að hvergi var nokkur útskýring á því hvað hinir fjölmörgu menn (og reyndar örfáar konur líka) sem mynda saman flokk Davíðs Oddsonar eiga við með orðunum: Áfram Ísland!

Ég er ennþá að velta þessu fyrir mér og satt best að segja átta ég mig ekki á því hvað við er átt. Nú ætla ég rétt að vona að enginn flokkur sé í framboði með slagyrðin: “Afturábak Ísland!” eða “Áfram Eitthvað-annað-land!” og að Sjálfstæðismenn séu þannig að mynda mótvægi við kröfur annarra flokka og skapa á þann hátt skýran valkost í komandi kosningum. Ég veit nú ekki betur en að allir þeir flokkar sem í framboði eru séu einmitt í framboði til þess að geta þjónað Íslandi og Íslendingum hver eftir sinni pólitísku línu, hversu skýr eða óskýr sem hún kann að vera.

Sennilegasta skýringin á þessu skrítna slagyrði Sjálfstæðismanna held ég að sé sú að þeir eru að verða uppiskroppa með rök fyrir því af hverju Íslendingar eigi eiginlega að kjósa hinn nýgræna flokk Davíðs og félaga eftir nýlega skýrslu Seðlabankans. Þeir hafa áttað sig á því að lítið þýði að tyggja sömu gömlu lummuna um stöðugleika, góðæri og hina dúnmjúku lendingu eftir að Birgir Ísleifur og félagar í Seðlabankanum sögðu hið andstæða. Þess vegna held ég að í örvæntingu sinni hafi Sjálfstæðisflokkurinn kosið að stíla inn á hið mikla íþróttaeðli Íslendinga: Verið í vinningsliðinu, kjósið okkur, áfram Ísland!

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort að öryrkjar, aldraðir, barnafólk, einstæðir foreldrar, skólafólk, fatlaðir, sjúklingar, sníkjudýrin í biðröðinni hjá mæðrastyrksnefnd (eins og hann Davíð hagyrðingur kallar þau) og fólkið á landsbyggðinni líti á sig sem einhverja sigurvegara síðustu átta árin. Ég mæli með því að fólk velti þessu fyrir sér og hugsi sig tvisvar um hverjir hinir raunverulegu sigurvegarar séu þegar það setur X á kjörseðilinn á kjördag í næstu viku.

Hrafn Stefánsson
Nemi í stjórnmálafræði við HÍ

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið