Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Skráning í stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar, sem haldinn verður í Hafnarfirði 4. – 5. apríl, fór vel af stað. Þar munu fjölmargir fulltrúar flokksins fara yfir jafnaðarstefnuna og stjórnmálin á persónulegan og skemmtilegan hátt.
Skráning í stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar, sem haldinn verður í Hafnarfirði 4. – 5. apríl, fór vel af stað. Þar munu fjölmargir fulltrúar flokksins fara yfir jafnaðarstefnuna og stjórnmálin á persónulegan og skemmtilegan hátt.

Skólinn er frábært tækifæri fyrir nýja meðlimi og gamla til þess að kynnast stefnu flokksins og fulltrúum hans, en ekki síst að ræða stjórnmálin.

Meðal kennara í stjórnmálaskólanum eru Guðmundur Steingrímsson sem ræða mun jafnaðarstefnuna, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, skýrir frá því hvernig jafnaðarstefnan hefur mótað Hafnarfjarðarbæ.

Oddný Sturludóttir kennir nemendum stjórnmálaskólans hvernig skrifa eigi góða grein og Amal Tamimi mun ræða um þátttöku innflytjenda í stjórnmálum og í samfélaginu okkar. Þá fer Árni Páll Árnason yfir stöðuna í Evrópumálum og Ágúst Ólafur Ágústsson skýrir efnahagsmálin. Helga Vala Helgadóttir leggur til verkfæri í ræðumennsku og fjallar um fjölmiðla.

…sem sagt frábær skóli, stútfullur af þekkingu og áhugaverðri umræðu!

Skráning í skólann fer fram í síma 414-2210, 664-6633 eða með pósti á netfangið uj@samfylking.is.

Allir velkomnir og engin skólagjöld!

Föstudagur 4. apríl, 19 til 22
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setur skólann 19.00
Guðmundur Steingrímsson – Jafnaðarstefnan: Íslendingar eru jafnaðarmenn 19.40
Lúðvík Geirsson – Jafnaðarundrið Hafnarfjörður 20.20
Kaffipása kl. 20.40
Heiða Björg Pálmadóttir – Þetta er allt saman pólitík: Mitt eða þitt lýðræði? kl. 21.20
Flosi Eiríksson – Hvað sem er fyrir málstaðinn: Félagsstarf og fundarsköp kl. 22.00 Dagskrá lýkur

Hafnfirðingar bjóða í partý eftir að dagskrá  stjórnmálaskólans lýkur á föstudagskvöld kl. 22.00 á A. Hansen. Bjór á Evrópuverði og alveg sérstakur stjórnmálakokteill á þúsund krónur í tilefni dagsins.

Laugardagur 5. apríl, 12 – 16.30
12.00 Oddný Sturludóttir – Greinargerð um greinargóð greinaskrif
13.00 Ágúst Ólafur – Efnahagsumræðan: Hvað þýða hugtökin og hver er staðan?
13.40 Kaffipása
14.00 Amal Tamimi – Þátttaka innflytjenda í íslenskum stjórnmálum og samfélagi 14.40 Árni Páll – Evrópusambandið: Og hvað nú?
15.20 Helga Vala – Verkfærataskan: Ræðumennska og fjölmiðlar 16.30 Lokahóf stjórnmálaskólans á Aroma kaffi í Firðinum

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand