Ársþing Kvennahreyfingarinnar – aðeins 3.000 kr. fyrir UJ-konur

Ungar samfylkingarkonur fá veglegan styrk frá Kvennahreyfingunni og Ungum jafnaðarmönnum og greiða alls 3.000 krónur fyrir þátttökuna. Þann 11. apríl til 12 apríl verður ársþing Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar haldið á Hótel Örk. Á dagskrá eru þátttaka kvenna í stjórnmálum og hvernig megi auka hana.

Ungar samfylkingarkonur fá veglegan styrk frá Kvennahreyfingunni og Ungum jafnaðarmönnum og greiða alls 3.000 krónur fyrir þátttökuna.

Skráningarfrestur rennur út á föstudag 4. apríl. Sendið póst á samfylking@samfylking.is eða hringið í 414-2200.

Greiða þarf fyrir mat og gistingu við skráningu. Reikningur 0111-26-019928 kt.
690199-2899 (takið fram fyrir hverja er greitt) eða með símgreiðslu af kreditkorti á skrifstofu flokksins í síma 414-2200.

Dagskrá þingsins má sjá hér að neðan:

Föstudagur frá kl. 14-18

Setning
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, setur þingið og kynnir skýrslu stjórnar.

Hvernig fjölgum við konum í stjórnmálum og í framboði fyrir Samfylkinguna?
– Eru prófkjör „rétta leiðin“ til að velja fólk á lista?
– Gagnast fléttulistar konum?
– Á að notast við prófkjör, uppstillingu eða eitthvað annað?

Framsögumenn: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir varaborgarfulltrúi, Kristrún Heimisdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir Umhverfisráðherra.

Vinnuhópar
Mismunandi aðferðafræði, prófkjör, uppstilling, kvótar, fléttulistar, rætt í vinnuhópum.

Kvöldverður á Hótel Örk hefst klukkan 20 og ræðukona kvöldsins er Guðrún Ögmundsdóttir fyrrverandi alþingismaður. Veislunni stýrir Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi.

Hin margrómaða kvennahljómsveit Rokkslæðurnar kemur saman í tilefni kvennaþingsins eftir nokkurt hlé og spilar fyrir dansi fram á rauða nótt.

Laugardagur
Sameiginlegur morgunverður og tilvalið er að enda góða samveru Samfylkingarkvenna í gufu og sundi á Hótel Örk enda aðstaða hótelsins gestum að kostnaðarlausu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand