Stjórnmálaskóli alla vikuna

Stjórnmálaskóli UJ fer fram dagana 4., 6., og 8. nóvember. Þar verða fluttir skemmtilegir fyrirlestrar um pólitík og boðið upp á lifandi umræður við fræðimenn og pólitíkusa. Skólinn er opinn öllum og að sjálfsögðu eru engin skólagjöld. Hann er haldinn í Háskóla Íslands í st. 101 í Odda. Sjáumst!

LIFANDI OG SKEMMTILEGIR FYRIRLESTRAR UM PÓLITÍK Í STJÓRNMÁLASKÓLA UNGRA JAFNAÐARMANNA.

Stjórnmálaskóli Ungra Jafnaðarmanna 4. 6. og 8. nóvember 2008

Þriðjudagurinn 4. nóv. 19:30-22:00
Hafa gömlu hugmyndakerfin brugðist – þarf aðrar hugmyndir fyrir nýja framtíð?

Fimmtudagurinn 6. nóv. 19:30-22:00
Hugsa fyrst kaupa svo – Neytendamálin á oddinn

Laugardagurinn 8. nóv. 13:00-16:30
Stjórnun Efnahagsmála á Íslandi í dag
Framkoma og greinaskrif

Allir velkomnir !

Kynntu þér fjölbreytta og áhugaverða dagskrá.

LIFANDI OG SKEMMTILEGIR FYRIRLESTRAR UM PÓLITÍK Í STJÓRNMÁLASKÓLA UNGRA JAFNAÐARMANNA.

Stjórnmálaskóli Ungra jafnaðarmanna verður haldinn í Reykjavík 4., 6. og 8. nóvember 2008.
Í skólanum verður boðið upp á úrval góðra fyrirlestra um hugmyndafræði í stjórnmálum, málefni líðandi stundar og veitt innsýn í starf stjórnmálaflokka. Magnað tækifæri til að setja sig betur inn í málin.  Í lok fyrirlestra er gert ráð fyrir spjalli á léttu nótunum.

Engin skólagjöld og allir eru velkomnir.

Stjórnmálaskóli Ungra Jafnaðarmanna 4. 6. og 8. nóvember 2008
Skólinn fer fram dagana 4. 6. og 8. nóvember í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda.

Þriðjudagurinn 4. nóv. 19:30-22:00
Hafa gömlu hugmyndakerfin brugðist – þarf aðrar hugmyndir fyrir nýja framtíð?

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra setur skólann og fjallar um mikilvægi jafnaðarstefnunnar í dag.

Fimmtudagurinn 6. nóv. 19:30-22:00
Hugsa fyrst kaupa svo – Neytendamálin á oddinn
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins.

Laugardagurinn 8. nóv.
Stjórnun Efnahagsmála á Íslandi í dag 13:00-14:30
Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ

Framkoma og greinaskrif 15:00-16:30
Helga Vala Helgadóttir
Jónas Kristjánsson blaðamaður

Allir velkomnir !

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið