[Ályktun] Fögnum aðgerðum til að styrkja stöðu námsmanna

,,Ungir jafnaðarmenn fagna tímabærum aðgerðum til að styrkja stöðu lánþega LÍN sem menntamálaráðuneytið kynnti í dag. Með þessum aðgerðum er komið að einhverju leyti til móts við námsmenn, hvort sem þeir eru erlendis eða á Íslandi, og þá sem eru að greiða af námslánum.“

Ungir jafnaðarmenn fagna tímabærum aðgerðum til að styrkja stöðu lánþega LÍN sem menntamálaráðuneytið kynnti í dag. Með þessum aðgerðum er komið að einhverju leyti til móts við námsmenn, hvort sem þeir eru erlendis eða á Íslandi, og þá sem eru að greiða af námslánum.

Aðgerðirnar eru nauðsynlegar til þess að lánasjóðurinn geti sinnt markmiði sínu um að tryggja fólki rétt til náms án tillits til efnahags. Mikilvægt er að hlúð verði vel að sjóðnum í þeim efnahagsþrenginum sem eru framundan og tryggja verður að markmið hans náist. Fylgjast verður náið með sjóðnum og veita honum fjármagn til að stuðla menntun Íslendinga hérlendis og erlendis. Menntun kemur til með að leika lykilhlutverk í þeirri uppbyggingu sem þjóðin stendur frammi fyrir og Ungir jafnaðarmenn ætla að standa vörð um þá sýn.

Í þeim aðgerðum sem voru kynntar munar mest um að LÍN býður námsmönnum erlendis upp á hækkun á aukaláni sem sjóðurinn veitir til þeirra sem eiga í erfiðleikum. Áður áttu námsmenn, bæði erlendis og á Íslandi, möguleika á aukaláni sem samsvaraði eins mánaðar framfærslu. Nú eiga námmenn erlendis rétt á að fá tveggja mánaða framfærslu í aukalán. Námsmenn þurfa að sækja sérstaklega um þessi lán. Stjórn LÍN verður að taka sérstakt tillit til þeirra efnahagsþrenginga sem nú eru þegar kemur að því að meta þessar umsóknir og veita lánin greiðlega. Námsmenn hafa þolað nóg og tryggja verður að þeir flosni ekki upp úr námi.

Vegna gengishruns íslensku krónunnar á síðustu misserum hafa lánin til nema erlendis lækkað mjög mikið og nauðsynlegar leiðréttingar hafa verið gerðar. Við útreikninga á lánunum skiptinema verður miðað við gengi sem var 26. september síðastliðin en ekki 1. júní eins og áður var og við þetta hækka framfærslulán íslenskra skiptinema erlendis um 23%. Í framtíðinni þarf að búa til kerfi þar sem gengisáhættan hvílir ekki einvörðungu á námsmanninum.

Námslán fyrir vorönn 2009 koma til með að hækka því tekjuskerðing lánanna verður lækkuð úr 10% í 5%. Þetta auðveldar námsmönnum róðurinn, sérstaklega þeim sem misst hafa vinnuna og vilja fara í nám. Komið er til móts við þá sem hafa orðið fyrir 30% eða meira tekjufalli á milli áranna 2008 og 2009. Þeir eiga kost á að fella hluta af afborgun námslánanna niður og auðveldar það fólki að snúa aftur í nám. Jafnframt var tilkynnt um hækkun vaxtastyrks um 9.000 krónur á námsári sem er greiddur út samhliða námslánum og tilkynnt um aukin sveigjanleika fyrir þá sem eru í vanskilum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand