Ársfundur ASÍ

Ásgeir Runólfsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, situr ásamt öðru góðu fólki á ársfundi ASÍ. Hefur UJ þar sérstakan bás. Ásgeir færir okkur nú fregnir af fundinum. ,,Þingið er helgað ungu fólki og fyrir þingið voru lögð fram drög að metnaðarfullri stefnu ASÍ í málefnum ungs fólks. Þau má nálgast hér. Það er mikið fagnaðarefni að þingið skuli verið helgað þessu málefni en í góðærinu virðist unga fólkið hafa gleymst, sérstaklega yngsti hópurinn sem vinnur hlutastarf með skóla.“

Ungir jafnaðarmenn kynntu félagið á ársfundi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem er haldið 23. og 24. október. Þingið er helgað ungu fólki og fyrir þingið voru lögð fram drög að metnaðarfullri stefnu ASÍ í málefnum ungs fólks. Þau má nálgast hér. Það er mikið fagnaðarefni að þingið skuli verið helgað þessu málefni en í góðærinu virðist unga fólkið hafa gleymst, sérstaklega yngsti hópurinn sem vinnur hlutastarf með skóla. Nú er yfirvofandi atvinnuleysi og reynslan, til dæmis frá Svíþjóð, sýnir að atvinnuleysi á meðal ungs fólks er meira en annarra og því brýnt að hlúa að réttindum þessa hóps.

Á bás Ungra jafnaðarmanna var boðið upp á köku sem á var letrað: „Allir fá sneið af kökunni.“ Það eru skilaboð sem eiga mikið erindi í þjóðfélagið í dag. Eins var Evrópusambandsfánanum flaggað og spunnust upp miklar umræður um hlutverk Evrópusambandsins. Flestir voru sammála um að þangað liggi leiðin. Fulltrúum Ungra jafnaðarmanna til mikillar ánægju var lögð fram ályktun um inngöngu í Evrópusambandið fyrir fundinn. Ef hún verður samþykkt þá bætist ASÍ í hóp Samtaka iðnaðarins (SI) og Samtaka atvinnulífsins (SA) sem vilja ganga í Evrópusambandið. Aðilar vinnumarkaðarins virðast sjá hvar framtíð Íslands liggur og nú hljóta aðrir stjórnmálaflokkar en Samfylkingin að vakna úr rotinu og sjá hvert skuli stefna.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og Samfylkingarkona, ávarpaði þingið. Hún talaði um að ríkisstjórnin vilji að bankarnir veiti þeim sem eru með erlend lán sértæk úrræði. Jafnframt sagði hún að skipaður hafi verið hópur sem vinnur að tillögum um hvort hægt sé að koma til móts við þá sem eru með hin séríslensku verðtryggðu lán.

Í stefnu ASÍ í málefnum ungs fólks kemur margt gott fram. Sem dæmi má nefna:

  • Jöfn tækifæri ungs fólks til að mennta sig og eignast húsnæði.
  • Mikilvægi símenntunar og möguleikar fólks til þess að fá annað tækifæri til náms.
  • Jöfn tækifæri kynjanna til að sameina fjölskyldulíf og vinnu.
  • Sveigjanlegan vinnutíma.
  • Veikindaréttur, slysaréttur og réttindi tengd lífeyrissjóðum.
  • Lagt er til að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf.
  • Lagt er til að húsnæðiskaupendum verði veitt sérstaka aðstoð við fyrstu kaup.
  • Lagt er til að lágmarka leikskólagjöld og gjaldtöku í grunnskólum og tómstundaiðkun.
  • Lagt er til að sérsök áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand