Um helgina verður stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar á Akureyri. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra og eru allir velkomnir í skólann. Margrét Kristín Helgadóttir sem skipar 4. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og skólastjóri Stjórnmálaskólans mun setja skólann á föstudagskvöld kl. 20. Verður skólinn svo allan laugardaginn eða frá 10-18. Um helgina verður stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar á Akureyri. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra og eru allir velkomnir í skólann. Stjórnmálaskólinn verður haldinn í húsi Samfylkingarinnar á Akureyri, Lárusarhúsi að Eiðsvallagötu 18. Skráning í skólann er í síma 821-5999 eða í samak@simnet.is
Margrét Kristín Helgadóttir sem skipar 4. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og skólastjóri Stjórnmálaskólans mun setja skólann á föstudagskvöld kl. 20. Verður skólinn svo allan laugardaginn eða frá 10-18. Ekki er skylda að sitja allan skólann heldur er hægt að velja fyrirlestra til að sækja.
Dagskrá skólans er þannig:
Föstudagurinn 23. mars
20:00 Birgir Guðmundsson
– Íslensk stjórnskipan, alþingiskosningar og ESB
Laugardagur 24. mars
10:00 Hermann Jón Tómasson og Margrét Kristín Helgadóttir
– Sveitastjórnmál, meirihlutasamstarf, ungt fólk í pólitík
11:00 Lára Stefánsdóttir
– Stjórnmál og netið
-Hádegishlé-
13:00 Ágúst Ólafur Ágústsson
– Efnahagsmál
14:00 Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson
– Vinna á alþingi og nefndum
15:00 Katrín Júlíusdóttir
– Framkoma í ræðupúlti, og koma hugmyndum sínum vel á framfæri
16:00 Katrín Júlíusdóttir og Hilda Jana Gísladóttir
– Framkoma í fjölmiðlum
17:00 Margrét Kristín Helgadóttir skólastjóri
– Slit stjórnmálaskólans