10 góðar ástæður fyrir því að ganga í Evrópusambandið…

,,Landbúnaðarstefna verður hagkvæmari. Evrópusambandið hefur hagrætt í landbúnaði og leggur áherslu á að halda landi í byggð og styrkja bændur til búsetu og verkefna í þágu landgræðslu, ferðamennsku, menntunar og varðveislu þjóðararfs, án þess að eyða milljörðum á milljarða ofan í framleiðslustyrki.“ Segir Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi í grein dagsins. Jafnrétti eykst

Ísland tekur nú þegar þátt í nokkrum jafnréttisáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn, en ákvæði Amsterdamsáttmálans um jafnrétti eru ekki hluti af EES.

Með ESB-aðild getur Ísland tekið af fullum krafti þátt í vaxandi samstarfi á sviði jafnréttismála. Svo dæmi sé tekið verða allar tillögur að nýrri löggjöf í ESB að fara í ,,jafnréttismat’’ áður en þær eru lagðar fram.

Vextir af húsnæðislánum lækka

Agi er nauðsynlegur öllum þeim ríkjum sem taka stefnuna á Evruaðild, öðruvísi fá ríkin ekki inngöngu. Vextir verða að lækka til að innganga sé yfirhöfuð hugsandi, verðbólga verður að vera minni.

Vinnutími styttist

Aukin hagkvæmni samfara lægri vaxtakostnaði og matvælaverði hefur gert það að verkum víða í Evrópu að vinnustundum hefur fækkað.

Matarverð lækkar

Tollar á landbúnaðarafurðir frá aðildarríkjum ESB hverfa sama dag og aðild tekur gildi.

Samkeppni verður virkari

Aðild að Evrópusambandinu og Evruaðild þýðir að samkeppni í verslun og þjónustu verður mun virkari. Það skilar sér í hagstæðari lánakjörum og í lægra verði fyrir margskonar þjónustu og vörur.

Tækifærum til menntunar fjölgar

Gangi Ísland í Evrópusambandið standa allir skólar í Evrópu, líka í Bretlandi, íslenskum nemendum opnir á sama hátt og innlendum nemendum og á sömu kjörum og innlendum nemendum.

Ísland tekur þátt í að móta framtíð heimsins

Evrópusambandið er stærsta viðskiptaveldi heims, örlátur veitandi þróunaraðstoðar og í fararbroddi í umhverfisvernd á alþjóðavettvangi.

Evrópusambandið hefur áhrif á heimsbyggðina með viðskiptum, samningum og styrkjum, ekki með hernaði, þvingunum og fangelsun. Ísland fengi sæti við borðið sem aðildarríki, okkar rödd á að heyrast.

Velmegun eykst

Með Evrópusambandsaðild hverfur viðskiptakostnaður við aðildarríki ESB, þar sem tæplega 80% viðskipta Íslands eru.

Öryggi eykst

Aðildarríki Evrópusambandsins yrðu öflugir bakhjarlar Íslendinga. Öryggi eykst gegn hvers kyns vá, þar sem aðildarríkin standa ekki aðeins saman á vettvangi alþjóðastofnanna heldur leggja þau hönd á plóginn vegna nátttúru- og efnahagslegra hamfara

Landbúnaðarstefna verður hagkvæmari

Evrópusambandið hefur hagrætt í landbúnaði og leggur áherslu á að halda landi í byggð og styrkja bændur til búsetu og verkefna í þágu landgræðslu, ferðamennsku, menntunar og varðveislu þjóðararfs, ÁN ÞESS að eyða milljörðum á milljarða ofan í framleiðslustyrki.

Greinin birtist á Trúnó.blog.is í dag.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand