Stjórnmálaályktun af landsþingi UJ 2005 – Þróunaraðstoð

Ungir jafnaðarmenn skora á íslensk stjórnvöld að auka framlög til þróunarmála til muna. Íslendingar eiga langt í land með að ná viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að framlög til þróunarmála verði 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu. Í munnlegri skýrslu til Alþingis í nóvember 2004 lýsti utanríkisráðherra því yfir að ríkisstjórnin hefði sett sér það markmið að stighækka framlögin til þróunarsamvinnu þannig að árið 2009 næðu þau 0,35% af VÞF. Verður það að teljast ófullægjandi miðað við meðalframlag SÞ.

Ungir jafnaðarmenn telja að Ísland ætti að fara að fordæmi Evrópusambandsins og stórauka framlög til þróunarmála. Þess má geta að ESB og aðildarlöndin verja árlega meira en 30 milljörðum Evra í opinber framlög til þróunarlandanna. Þar af fara um 6 milljarðar í gegnum sambandið sjálft. Það hefur skuldbundið sig til þess að auka þessa aðstoð enn frekar, og hækka upphæðina upp í 29 milljarða Evra árið 2006. Í Maí 2005 samþykktu ráðherrar frá hinum 25 aðildarlöndum að stefna að því að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um um að framlög til þróunarmála verði 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu ríkjanna, árið 2015. Ungir jafnaðarmenn leggja einnig til að uppbygging og stjórn hernaðarflugvallar í Kabúl verði ekki skilgreindsem þróunaraðstoð og þeim peningum verði varið í annað.

Markmið þróunaraðstoðar ætti að vera það að gefa þjóðum vanþróaðra landa stjórn á eigin framþróun. Í því skyni er mikilvægt að auka aðgengi þeirra að mat, hreinu vatni, heilsugæslu, störfum, landrými, félagslegri þjónustu og svo framvegis. Einnig er mikilvægt að berjast gegn útbreiðslu sjúkdóma á borð við HIV/Alnæmi og auka aðgengi að ódýrum lyfjum. Leggja ber áherslu á að styrkja lýðræði í þróunarlöndunum, efla mannréttindi og jafnrétti kynjanna auk þess að styrkja atvinnuvegi landanna. Þannig eru ríkin betur í stakk búin til þess að ráða sínum örlögum og hjálpa sér sjálf. Það besta sem Íslendingar geta gert til að bæta stöðu þróunarlanda er að opna fyrir þeim markaði okkar á sviði landbúnaðar og láta af núverandi landbúnaðarstefnu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand