Starfsnám innan framkvæmdastjórnar ESB

Framkvæmdastjórn ESB býður ungu fólki, sem hefur nýlega lokið háskólanámi, að gerast starfsnemar á mismunandi stjórnarsviðum framkvæmdastjórnar ESB sem og á Stjórnarsviði þýðinga fyrir þýðendur.

Framkvæmdastjórn ESB býður ungu fólki, sem hefur nýlega lokið háskólanámi, að gerast starfsnemar á mismunandi stjórnarsviðum framkvæmdastjórnar ESB sem og á Stjórnarsviði þýðinga fyrir þýðendur. Þar sem Ísland er umsóknarríki að ESB eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja um þessar starfsnámsstöður.

Starfsnámið hefst 1. mars 2013 og lýkur 31. júlí 2013.

Markmið starfsnámsins er að veita ungu, nýútskrifuðu fólki einstaka reynslu af starfsháttum framkvæmdastjórnar ESB og öðrum stofnunum þess. Þá miðar starfsnámið að því að auka skilning á samrunaferli, markmiðum og stefnum ESB

Starfsnemar fá tækifæri til að öðlast hagnýta reynslu og þekkingu á daglegu starfi mismunandi deilda og skrifstofa framkvæmdastjórnarinnar. Þeir fá tækifæri til að vinna á fjölbreyttum og fjölmenningarlegum vinnustað sem ýtir undir skilning, traust og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.

Umsóknarfrestur: Umsókn á netinu þarf að berast fyrir 31. ágúst 2012 (fyrir kl. 12:00 á hádegi að staðartíma í Brussel). Umsóknarfrestur: Skrifleg umsókn ásamt fylgigögnum þarf að berast með pósti fyrir 31. ágúst 2012 (miðað er við dagsetningu á póststimpli). Athugið að bæði þarf að skila inn umsókn á netinu auk þess sem senda þarf umsókn og fylgigögn með pósti til starfsnemaskrifstofunnar í Brussel.

Brýnt er fyrir fólki að lesa vel allar leiðbeiningar áður en lagt er af stað í umsóknarferlið.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um starfsnámið

Hérna eru mikilvægar upplýsingar sem hafa þarf í huga áður en umsóknarferlið hefst

Hér er að finna umsóknarsíðu fyrir starfsnámið

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið