Ert þú á aldrinum 18-25 ára? Langar þig að ferðast og taka þátt í spennandi verkefni á vegum Evrópu unga fólksins?
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS eru þessa dagana að taka við umsóknum fyrir ungmennaskipti sem fara munu fram í Palermo á Ítalíu 20. – 28. ágúst. Verkerfnið er styrkt af Evrópu unga fólksins og þema verkefnisins eru réttindi ungs fólks í Evrópu. Markmið þess er að virkja ungt fólk og vekja til umhugsunar um hvað það þýðir að vera virkur borgari innan Evrópu nútímans.
Kynntu þér málið